Ég ætla að segja ykkur frá því hvernig ég byrjaði að spila á gítar svona í grófum dráttum og segja frá stöffinu mínu !
Þegar ég fékk fyrst einhvern áhuga á tónlist, sem var kannski um svona 12 ára aldur, fannst mér alltaf trommurnar í lögunum lang flottastar ! Ég var alltaf að spila með útí loftið og var staðráðinn í að verða trommari.
En svo eitt kvöldið var ég heima hjá vini mínum sem var nýbyrjaður að læra á gítar og ég fékk að prófa gítarinn, þetta var einhver kassagítar sem hann hafði fengið að láni, og ég heillaðist gjörsamlega. Þarna var ég allt kvöldið heima hjá honum inni í stofu að spila á gítar og vinur minn kenndi mér svona eitthvað pínu hvernig ætti að lesa töbin og svona hvernig ég ætti að spila. Þegar ég fór heim var ég búinn að læra einhver tvö lög sem hann hafði verið að læra í Gís.
Daginn eftir spurði ég mömmu hvort hún vildi gefa mér gítar og hún stakk upp á því að ég fengi lánaðann gítar hjá einhverjum sem ég þekkti. Ég fann einhvern í fjölskyldunni sem átti kassagítar og fékk hann lánaðann. Þetta var Yamaha gítar sem var bara helvíti fínn.
Ég var með hann í láni í svona ca. hálft ár og svo loks keypti ég mér Squier byrjendapakka. Djöfull var ég ánægður að vera kominn með “alvöru” rafmagnsgítar og magnara.
Svo fór ég í Gís og var hjá kennara sem heitir Róbert (sem er algjör snillingur) og var á svona 12 tíma námskeiði með vini mínum sem ég nefndi hér áður. Ég lærði alveg helling á því svo ég fór aftur á svona námskeið, en núna fór ég einn.
Svo var komið að því að kaupa sér nýjann rafmagnsgítar. Sá sem varð fyrir valinu var Washburn Idol 64. Gæða gítar fyrir lítið verð. Svo varð maður náttúrulega að kaupa sér kraftmikinn magnara til að geta spilað í hljómsveitinni sem ég er í. Sá sem ég keypti var Vox AD50VT. Nú þurfti ég að fá mér einhvern metal effekt af því að overdrive-ið í magnaranum er ekki nógu gott til að nota í metal (finnst mér) og ég keypti BOSS MT-2 Metal Zone. Heihveiti þéttur metal effekt.
Nú er ég aðeins búinn að bæta gítarinn með því að setja í hann nýja EMG-81 og 85 pikköppa. Geðveikir pikköppar.
Þannig að dótið mitt sem ég á lítur svona út á blaði:
Gítar:
Wasburn Idol 64 með EMG-81 (bridge) og EMG-85 (neck).[Mynd]
Magnari:
VOX AD50VT – 50 wött
Effektar:
BOSS MT-2 Metal Zone
BOSS SD-1 SuperOverdrive
Dunlop Dime Cry Baby
Svo núna í apríl 2006 er stefnan sett á að fá sér ESP MII með maple hálsi og fingraborði, Seymour Duncan JB/59 pikköppum og Floyd Rose brú (Mynd hér.) Svo ætla ég að fá mér stæðu bráðlega þegar ég á pening.
Þetta er semsagt saga mín hvernig ég byrjaði að spila á gítar og um stöffið mitt.
Vonandi að þetta hafi verið skemmtilegt !
“I think my mask of sanity is about to slip”