Og þar sem ég er gítarleikari skrifa ég þetta frá sjónarhorni gítarleikara. Þett samt dæmi held ég gildir um flest öll hljóðfæri. Ég hef mjög oft talað við fólk sem vill meina það að þegar þú lærir á gítar þá færðu ekki þessa “soul” í gitrleik þinn því þú ert að læra tæknir og ert að fara eftir reglum og ert að læra fingrasetningar og allt voða reglugert og óþægilegt. Oft sé þá besta ráðið að vera algera heimlærður því það er eina vitið, þá er enginn að trufla mann né neitt. Maður getur þróað stilinn sinn eins og maður vill og allir vegir færir.
Ekki það að ég sé hluti af þeirri heild sem sé að skíta yfir heimalærða gítarleikara. Jú ég skal viðurkenna það að ég hef séð dæmi um oflærða einstaklinga sem hafa ekki svokallað “soul” í gítarleik sínum. En sömuleiðis hef ég kynnst líka heimlærðum einstaklingum sem stoppa oft á ýmsum stöðum því þeir vita nánast ekkert í hljóðfræði…trúið mér ég hef hitt kauða sem gat shreddað betur en Steve Vai á spítti en maðurinn vissi ekki hvað ég átti við þegar ég spurði um “áttund ofar”.
Það sem ég er bara að reyna að skilja, hvað er svona slæmt að sækja gítartíma. Ég meina ég var búinn að gutla á gítar í heilt ár og taldi mig vera orðinn ágætann, svo fór ég í gís einn vetur og fattaði þá að kunni ekki neitt fyrir og varð líka betri fyrir vikið. Í raun því meira sem við lærum því meira upplýstari verðum við að þeirri staðreynd hvað við kunnum í raun lítið. Sem er ágætt því þá bætum við okkur og fáum leiðbeiningar hjá öðrum. Ég meina flest mín gítar Idol og aðrar gítar hetjur lærðu af öðrum á einn eða annan hátt:
Slash: sagði sjálfur að hann hafi lært á gítar í einhver 4 ár eða svo
Zakk Wylde: Hann lærði víst fyrst á Píanó í einhver 2 ár og var síðann í skóla til 17 ára aldurs.
Jimmy Page: Lærði af meistara Jeff Beck sjálfum, sem er að mínu mati betri en þessi ofmetni api.
Þetta eru bara örfá dæmi.
Sömuleiðis hef ég líka heyrt að menn hafa verið að skíta yfir heimalærða einstaklinga að þegar þú sjálfmenntar þig þá notaru oft vitlausa fingrasetningu sem dæmi þumalinn á efsta streng. Og þar með temuru þér ranga fingrasetningu og heftar þar með gítarleik þinn. Að sumu leyti er það rétt, en ég spyr þá bara ahverju Steve Morse sem er fullmenntaður klassískur gítarleikari. Lét hanna hálsinn sinn á signature gítarnum sínum þannig að það væri þægilegra fyrir hann að nota þumalinn við spilun á honum. Ég veit ekki. Þetta tosast í allar áttir. Ég hef í raun pælt þetta svona. Er ekki bara málið að læra eitthvað smá þótt það væri ekki nema til að hjálpa manni að skilja gítarinn betur, og síðan prófa sig áfram sjálfur og sjá hvað gerist. Í staðinn fyrir að vera apeshitta yfir lið sem lærir á hljóðfæri þvi þú ert ekki maður með mönnum fyrr en þú menntar þig sjálfur á gítar. Þeir menn eru greinilega að finna upp hjólið aftur heyrist mér.
Svo annað sem ég er að pæla, og þetta er afar viðkvæmt mál fyrir marga en ég bara verð að ræða þetta.
Hvar er staðallinn að góðum gítarleikara?
Ég hef heyrt svo mörg mismundi sjónarhorn á þessu. Oft vill fólk meina að þú ert ekki góður fyrr en þú getur hammer on pull offað 300 nótur á hálfri mínutu. Eða grúvað svo mikið í drasl að fólk bara fer í trans við að sjá þig taka eitt grip. Mér persónulega finnst ofurtækni væddur gítarleikur voða leiðinlegur. Ég fýla meira hógvær slow hand blues sólo ef það er úti farið, og í raun finnst mér bara best þegar gítarleikur er gallalaus sama hversu tæknilegur hann er. Það má vera skiluru G C D hljómagangur fyrir mér, svo lengi sem hann sándi vel og er vel gerður. Ég samt líka hef gaman af svona gítarrúnkun inná milli enda er gamall Dream Theater fan. En jú ég meina það er svo persónubundið hvað fólki finnst um þennan staðal hvað sé “góður” gítarleikari. Eins og ég sagði áðan þá finnst mér góður gítarleikur þegar hann er vandaður og vel gerður og allt gengur upp, en sömuleiðis hef gaman af edgy gítarleik með látum og feedbacki…en þótt ég hafi gaman af honum finnst mér það á mínum standart ekkert endilega góður og vandaður gítarleikur. En þetta er jú mitt álit
Að lokum vil ég segja að þessi grein er ekki skrifuð sem einhver ærumeiðingar grein til ákveðins hóps. Þetta er bara mitt álit sem ég vildi setja fram til að starta umræðum því mig langar að fá að heyra álit fólks. Og ég legg ekki úti að svara skítköstum sem innhalda það hvort ég sé að dissa ákveðinn einstakling með því að fýla ekki þetta og þetta. Eingöngu mitt álit og mín skoðun, þótt ég fýli það ekki þá þýðir það ekki að ég hafi ekki virðingu fyrir því. Sem dæmi Brian May gítarleikari Queen, sá maður er einn af leiðinlegustu gítarleikurum sem ég hef heyrt í og mér líður illa við að hlusta á sólóin hans. Ok verum nákvæmari, sólóin hans og lead kaflarnir hans pirra mig…því mér finnst örfá lög með Queen ágæt. En þótt ég þoli ekki Brian May get ég hinsvegar ekki neitað því að hann er góður gítarleikari og vel að sér í öllu sem við kemur gítar (halló maðurinn smíðaði sér gítar úr stofuborðinu sínu, geri aðrir betur). Þar að auki ber ég ómælda virðingu fyrir manninum því hann er menntaður Doktor og er rokkstjarna þar að auki með langan og farsælan feril að baki. Og þar að auki er hann einn af mest Influental gítarleikurum samtímans. Það breytir því samt ekki að mér finnst gítarleikurinn hans hundleiðinlegur og mig langar að öskra úr gremju þegar ég heyri sólóin í Bohemian Rapshody (hvernig sem í andsk…þetta er skrifað).
Svo einfalt er það.
Hlutir….