Svo ég ákvað að læra á trommur og var alltaf að biðja um trommur en móðir mín sagði að ég þyrfti að læra aðeins á gítar fyrst svo ég ákvað að hafa gítar sem auka en trommur aðal.
Svo þegar ég var kominn með gítar og fór í kennslu var ekki aftur snúið hún móðir mín hafði náð að plata mig um að byrja að æfa gítar í staðinn fyrir trommur.
Ssvi sirka hálfu ári seinna var ég kominn með þvílíkt æði og ákvað að fá mér rafmagnsgítar og á þessum tíma var ég ekkert það góður þannig ég fékk mér byrjendagítar sem keyptur var í rín og sá gítar heitir Squier strat og ég fékk með 15w fender magnara og svona aukadót og þá var bara byrjað að rokka.
Stuttu seinna eftir þessi kaup komst ég að því að þetta væri ekkert sérstakur gítar þannig þá var komið að því að kaupa sér nýjan gítar og betri magnara. Þannig ég fékk mér eitt stykki Epiphone les paul custom og hann keypti ég á netinu.
Svo þegar maður var nú loksins kominn með betri gítar þurfti maður magnar og vegna þess að ég var nýbúinn að fermast átti maður nóg af pening og þá var ekki annað en að kaupa sér Marshall mg 100w sem er massatæki og keypt var líka Zoom GFX 3 multi effekt.
Stuttu seinna þegar maður var orðinn ágætur á gítarnum var bara komið að því að stofna hljómsveit og við vinirnir pössuðum akkurat í 2 gítara, bassa og trommur og það var sett í gang og
erum við að spila t.d. megadeth, iron maiden og black sabbath.
Þegar lengra á var komið var maður kominn í það þungt rokk að ég þurfti að fá mér meiri rokkgræju en fyrst þurfti ég að selja hinn en þá fékk ég tilboð um að skipta á epiphoneinum og Steve vai signature gítar blóma lookið og er hann 90 módel en þetta eru samt klassagítarar svo ég ákvað að taka því og þannig að í dag á ég Ibanez steve vai signature, 100w marhall mg squier yamaha kassagítar sem ég fékk í fermingagjöf, multi effekt Zoom gfx 3 og sprunginn 15w fender magnara.
Hljómsveitinn er í fullum gangi og vona ég að við förum bráðum að spila á tónleikum.
Framtíðarplön
Ég ætla að gera upp minn gamla squier.
Í hann verða settir Emg-s-s-81 pickupar,
nýr háls annahvort ebony eða maple og þessi háls verður þannig að hausinn er bara kassi svo saga ég sjálfur og bý til minn eiginn og að lokum verða settar Grover stilliskrúfur.
Svo seinna meir ætla ég annahvort að fá mér ESP M2
eða Dean custom 450 bæði klassagítarar.
Svo er bara komið að stæðu en ég er ekki búinn að ákveða hvernig.
Og ég vona bara að hljómsveitinn eigi eftir að virka.
Endilega segið hvað ykkur finnst um þetta og sérstaklega hvað ykkur finnst um gítarana mína.
Finnst ykkur að ég ætti að gera eithvað annað þegar ég breyti squeirinum.
Blessarrr maður ég er Ævar