Ég ættla að rita greinar hérna í hverri viku um einn trommara vegna þess að það líður alltof langur tími á milli greina hér á áhugamálinu hljóðfæri. En þessar greinar verða um þekkta trommara og þann búnað sem þeir nota ég mæli með því að þetta geri einn gítaráhugamaður, einn bassaáhugamaður og svo allir sem hafa áhuga um slíkt eða spila á önnur hljóðfæri, sá fyrsti sem ég ættla að skrifa um heitir:Lars Ulrich

Lars Ulrich er trommari Metallica og oft verið nefndur besti trommarinn í “rokkbransanum” en hann notar Tama Starclassic trommusett sem er sérsmíðað að hanns þörfum hann er með tvær bassatrommur báðar eru þær 22“ tvær tom tom sem eru 10” og 12“ og svo er hann með tvær floortom 16” og 18“, Snerlarnir sem hann notar eru líka Tama og heita Tama bell brass og eru 6,5 x 14” úr brassi, Hardware-ið er allt Tama en Symbalarnir eru Zildjian 17“,18” og 19“ Medium Crash og medium thin Crash, 20” Ride, 14“ Dyno-Beat Hi-Hatar og 18” China Crash allt saman frá Zildjian hann notar sérsmíðaða Easton Ahead trommukjuða og Remo skinn en eitt sinn notaði hann Ebony svört undirskinn [Eins og ég :)] en ég er ekki viss um það hvort hann noti þau enn. Lars er frá Danmörku nánar til tekið frá Gentofte og er fæddur annan í jólum árið 1963 hann er giftur og á tvö börn hann fækk sitt fyrsta trommusett 13 ára.

Ég skrifa hér aftur eftir viku og þá um annan trommara.