"Shredding"... Hvað finnst ykkur? Ég hef tekið eftir því að á þessu áhugamáli hafa kannanir poppað upp sem hljóma kannski svona:

“Finnst þér þú geta shreddað?”

Og oftar en ekki er meirihlutinn búinn að svara í “Já”, persónulega þá hakaði ég í “Nei” reitinn.
Þetta fékk mig til að hugsa aðeins um hvað í ósköpunum finnst ykkur það vera að geta “shreddað”? Hvað er það sem ákvarðar “shred”. Þá á ég við, hvernig veistu hvenær þú ert farin/n að geta “shreddað”? Sem leiðir okkur auðvitað aftur að því að hver og einn hlýtur þá að hafa mismunandi skoðanir um þetta hugtak eða jafnvel ranghugmyndir. Þetta segir okkur að ekki allir viti einusinni hvað þetta hugtak merkir í raun og veru.

Ástæðan fyrir því að ég hakaði í “Nei” reitinn var vegna þess að, jú ég get allveg spilað hratt ef ég vildi það en ég get samt ekki “shreddað”. Mér hefur alltaf fundist þetta vera meira en bara að spila hratt. Hraði getur auðvitað verið frábær og allt það en eintómur hraði og nótur fljúgandi útum allt er bara eiginlega ekki tónlist. Og það er það sem þessir aðal “shreddarar” gera, þeir eru ekkert alltaf að spila sjúklega hratt, þeir geta það allveg en þeir gera það ekki. Oftar en ekki eru þeir að spila lög sem eru kannski rólegri, eða jafnvel harðari en það sem þeir einblína á er tækni. Svo ef til vill gefa þeir smá sprengju með svakalegu sólói sem er ótrúlega hratt og uppfullt af tæknibrellum sem gefur sérstakan lit á tónverkið og gefur hlustandanum ákveðna tilfinningu.

Svo hugsaði ég líka að þótt ég spili hratt þá getur ekkert endilega verið að það sándi hreint. Þ.e. maður gæti óvart rekist í aðra strengi eða maður reynir of mikið að spila hratt að maður nær ekki að halda uppí við sjálfan sig. “Shred” er þannig að mínu mati það að hafa algjöra stjórn á hljóðfærinu og að hafa náð allsvakalega góðri tæknibeytingu.

Þessir aðalgæjar í þessum bransa láta hljóðfærið ekki stjórna sér heldur eru þeir með stýrið við hendurnar. Þeir gætu jafnvel verið að leika sér að spila með lokuð augun og jafnvel á meðan þeir eru að tala við einhvern annan. Ég varð vitni að því á kennsludisk Michael Angelo Batio þar sem sýnt var í lokin svona misheppnaðar tökur og þá var einhver bakvið vélina að tala við Michael. Michael var ekki plöggaður í magnara eða neitt en maður heyrði samt og sá greinilega að hann var að spila á fullu einhverjar arpeggios á meðan hann hló og talaði við sviðsmanninn… án þess að horfa á hljóðfærið. Þetta fannst mér nokkuð magnað og skondið í leiðinni :D.

Ég leit líka á þetta á www.wikipedia.org s.b. http://en.wikipedia.org/wiki/Shredding_%28guitar_playing_technique%29 þessi síða. Ég nenni ekki að fara að þýða þetta en hver og einn getur lesið þetta fyrir sig.

Ég efaðist þessvegna um að það væru í raun svona margir “shreddarar” hérna á þessu áhugamáli. Sérstaklega þar sem hér eru mikið af krökkum sem eru nýbyrjuð á hljóðfærin. Þannig að spurningin mín til ykkar er bara, hvað finnst ykkur þá eiginlega það vera að geta “shreddað”? Er það eitthvað sem þið getið eða ykkur finnst þið geta gert?
…djók