Gítartækni (Pick tækni) Hvar er best að byrja ef maður ætlar sér að fjalla um gítartækni? Ætli það sé ekki æskilegast að byrja á pick tækni og æfingum áður en maður fer lengra.
Það eru til nokkrar pick gerðir eða s.s. leiðir til að picka. Hægt er að nefna nokkrar þaðan af m.a. Alternate Picking, Alternative Picking, Sweep Picking og Legato (sem er stundum líka kallað Hammer & Pulloff). Það eru til fleirri pick aðferðir en ég ætla mér bara að tala um þessar fjórar.

Í fyrsta lagi!
“Hvernig á maður að halda á gítarnögl?” gætu margir spurt. Ég held að það sé ekki nein ákveðin leið til að halda á nöglinni. En eins og ég geri það og margir aðrir þá held ég á henni á milli þumals og vísifingurs þannig að hún leggst að fingurgóma þumalputtans en ég beygi vísifingur aðeins og læt nöglina hvíla á hlið puttans við liðamótin (ég vona að þið fattið hvað ég meina). Annars er alltaf hægt að reyna að finna þetta á netinu líka, ábyggilega einhver sem sýnir þetta jafnvel með myndum.

PPS (Tremolo):
Áður en ég fer að fjalla aðeins um pick aðferðirnar þá ætla ég að tala um svolítið sem kallast PPS og ég lærði af kennsluvídeói frá Micheal Angelo Batio og hef reyndar séð annarsstaðar frá líka. Michael notar samt þessa tremolo picking tækni til að ákvarða PPS.
Það einfaldlega felur í sér að spila aðeins eina nótu eins hratt og þú getur, PPS stendur nefnilega fyrir Potential Picking Speed því þú getur ekki spilað hraðar en á aðeins eina nótu. Þannig að þú getur prófað að spila þetta svona (muna samt að spila alltaf niður-upp-niður-upp):

N: Niðurslag
U: Uppslag
Ástæðan fyrir því að það kemur "-" svona á milli þeirra tákna sem eru fyrir ofan tabið er einfaldlega svo að þau lendi á réttum stað (svona til að forðast allan misskilning).
----N--U--N--U--N--U--N--U--N--U--N--U--N--U--N--U
e|---------------------------------------------------|
B|---------------------------------------------------|
G|---------------------------------------------------|
D|---------------------------------------------------|
A|--12-12-12-12-12-12-12-12-12-12-12-12-12-12-12-12--|
E|---------------------------------------------------|

Þegar þú ert búinn að spila þetta eins hratt og þú getur þá sérðu hvernig þú staðsettir pick hendina til að picka sem hraðast og þá veistu að svoleiðis geturðu pickað hraðast og líður kannski best að pikka í þeirri stöðu. Samt getur það gerst að þú nærð bara hreinlega ekki að finna það hvernig þér finnst best að staðsetja hendina eða hvernig þú ættir að fara að þessu. Þá er ekkert annað um að ræða en að prófa sig bara áfram. En svo þarftu líka að passa þig að nota úlnliðshreyfingu þegar þú pikkar, ekki hreyfa alla hendina og láta úlnliðinn standa fastann í stað. Ef þú gerir það síðarnefnda þá gætirðu átt það til að þreytast fljótar og stífna upp. Þannig að þú þarft að reyna að venja þig á að nota úlnliðinn sem mest.
En svo þegar þú ert búinn að ná að finna réttu stöðuna til að picka þá þarftu að hægja á þér en passa þig að picka alveg eins og þegar þú varst að spila hratt. Því þegar þú spilar hægt þá ertu að gera ekkert annað en að prógramma inn í hausinn á þér hvernig þú átt að picka, þannig að ef þú pickar vitlaust hægt og venur þig á það þá áttu eftir að picka vitlaust hratt. Þú átt að picka allveg eins hægt og hratt, eða allavega allt að því.
Þessu má líkja við ef þú værir að keyra bíl svaka hratt alveg beint áfram en hægir svo á þér og ferð að sikk sakka á veginum eins og ef þú myndir spila hratt á gítar, hægja svo á þér og þá færi nöglin að hreyfast eitthvað vitlaust fram og til baka á milli puttanna á þér. Það er bara ekkert vit í þessu og þessvegna þarf að passa þetta mjög vel.


Alternate Picking:
Og nú yfir í Alternate Picking, þetta er erfiðasta pick tæknin. Hún felst í því að picka strengina alltaf niður-upp-niður-upp o.s.fv. Aðal leyndarmálið við að geta spilað þetta er að geta geta spilað á næsta streng á uppslagi til að halda þessu “niður-upp-niður-upp” mynsti áfram. Það á ekki að skipta máli hvað vinstri hendin er að gera, hægri hendin pickar alltaf niður-upp-niður-upp.
En svo er það ekki nóg því eins og maður gæti giskað á þá þarf að slá á nóturnar með jöfnu millibili. Eins og alltaf þegar maður æfir einhverja tækni eða hraða í einhverju þá byrjar maður hægt og helst með taktmæli og eykur hraðann smátt og smátt, án þess að fara fram úr sjálfum þér.

Hér er dæmi:
----N-U-N-U-N-U-N-U-N-U-N-U-N-U-N
e|---------------------------------|
B|---------------------------------|
G|---------------------------------|
D|------------4-6-7-6-4------------|
A|------4-5-7-----------7-5-4------|
E|--5-7-----------------------7-5--|

Þetta dæmi var í A dúr.

Prófaðu að spila Sweet Child O' Mine með Guns N Roses með Alternate picking (númerin fyrir ofan tabið eru fingurnir sem þú átt að nota þar sem 1 er t.d. vísifingur o.s.fv., eða mér finnst það þægilegast að spila þetta svona).
Ef þér finnst erfitt að fylgjast með því hvort þú slóst upp eða niður seinast þá er mjög gott að gera bara stórar hreyfingar þannig að það fari ekki á milli mála hvort þú slóst upp eða niður á strenginn. Og muna alltaf að byrja hægt því það er ekki gott að læra eitthvað vitlaust og reyna svo að aflæra vitleysuna í staðin fyrir að læra það rétt í fyrsta skiptið.

---N--U--N--U--N--U--N--U
---1--4--3--1--4--2--3--2
e|-------------15----14----|
B|----15-------------------|
G|-------14-12----14----14-| X2
D|-12----------------------|
A|-------------------------|
E|-------------------------|
---N--U--N--U--N--U--N--U
---1--4--3--1--4--2--3--2
e|-------------15----14----|
B|----15-------------------|
G|-------14-12----14----14-| X2
D|-14----------------------|
A|-------------------------|
E|-------------------------|
---N--U--N--U--N--U--N--U
---1--4--3--1--4--2--3--2
e|-------------15----14----|
B|----15-------------------|
G|-12----14-12----14----14-| X2
D|-------------------------|
A|-------------------------|
E|-------------------------|
Og svo fyrsti parturinn aftur x2

Ég vona að allir fylgji eftir og viti hvað á gengur hér. Ef ekki þá er auðvitað bara að spurja og eflaust muntu fá svör.


Alternative Picking:
Hmm, hvað er alternative picking? Það hljómar jú eitthvað líkt og fyrri pick aðferðin sem kallaðist alternate picking. Er þá eitthvað líkt með þeim? Jú, satt er það en samt sem áður er þetta ekki allveg það sama.
Í Alternative Pick tækni þá er pickað tvisvar í sömu áttina þegar skipt er um streng. S.s. þá tvisvar niðurslög ef verið er að færa sig ofar (t.d. frá streng D á G) en tvö upp ef verið er að færa sig neðar (t.d. frá streng B á G)

hérna er dæmi um þessa pick tækni:

---N--U--N--N--U--U--N--U--N--N--U--U
e|-------------------------------------|
B|-------------------------------------|
G|----------11-12-------------11-12----|
D|-11-12-14-------14-11-12-14-------14-|
A|-------------------------------------|
E|-------------------------------------|
---N--U--N--N--U--N--U--U--N--U--N--N--U--N--U--U
e|-------------------------------------------------|
B|-------------------------------------------------|
G|----------11-14-12-11-------------11-14-12-11----|
D|-11-12-14-------------14-11-12-14-------------14-|
A|-------------------------------------------------|
E|-------------------------------------------------|

En auðvitað virkar þetta ekki alltaf ef þú ert að spila t.d. 3 nótur á einhvern streng og svo ferðu á næsta streng fyrir ofan og spilar 3 nótur og svo þegar þú ætlar að fara aftur á strenginn sem þú byrjaðir á þá passar það ekki að slá tvö uppslög á leiðinni aftur niður.

Þetta var svona smá pistill um þetta svokallaða Alternative Picking og þessi dæmi sem ég gaf hérna sá ég á Speed Kill kennsludisknum hans Michael Angelo Batio og mæli ég eindregið með þeim diski til allra sem eru verulega að spá í gítartækni og þvíumlíkt. Hægt er að skoða meira um það á heimasíðu hans www.angelo.com .


Sweep Picking:
Eins og nafnið bendir til þá er þessari tækni líkt við að sópa því að það sem gerist er að maður “pickar” ekki hverja einustu nótu heldur rennir maður bara nöglinni yfir strengina. Þú áttar þig kannski ekki allveg á þessu strax, þetta er svolítið óljóst en þú fattar það þegar þú sérð hvað ég á við.

Hér eins og svo oft áður ætla ég að gefa dæmi, og í þessu dæmi mun ég nota hina alræmdu Am Arpeggio sem margir kannast kannski vel við.

---N-H---N--N--N--N--U-P---U--U--U--U--N
e|----------------12-17-12----------------|
B|-------------13----------13-------------|
G|----------14----------------14----------|
D|-------14----------------------14-------|
A|-12-15----------------------------15-12-|
E|----------------------------------------|

(þið getið lesið meira um Arpeggios í greininni minni Arpeggios (Brotnir hljómar))

Ég sá æfingu sem John Petrucci notar til að æfa sweep tæknina sem er nokkuð góð, fær mann til að hreyfa puttana aðeins :).
Í þessari æfingu er þessi sweep tækni einangruð til að æfa hana upp. Það sem þú þarft að venja þig á þegar þú spilar þetta er að mute-a strengina með bæði vinstri hendinni (hugsað út frá rétthentum) og með nöglinni í hægri hönd. Þú þarft í fyrsta lagi að sleppa nótunni með vinstri hendinni sem þú spilar þegar þú ferð í næstu nótu svo að þær hljómi ekki saman. Í öðru lagi er það að þegar þú rennir nöglinni yfir strengina þá er í rauninni ekki nóg að “renna” nöglinni bara yfir, þú þarft að láta nöglina stoppa á næsta streng fyrir ofan eða neðan. Þú s.s. slærð nótu á t.d. G streng og lætur svo nöglina stoppa á B strengnum og svo gerirðu það sama áfram, en samt áttu ekki að stoppa í þeirri merkingu. Þú heldur samt áfram að spila í takt og spila nóturnar jafnt. En svo er líka hægt að gera einsskonar palm-muting við brúnna til að deyfa hljómana meira, sumir vilja gera það en aðrir ekki.

Hérna er þessi æfing:

e|----------15-12-------------------13-16-------------------17-14-------------------15-18----------|
B|-------14-------13-------------14-------15-------------16-------15-------------16-------17-------|
G|----13-------------14-------15-------------14-------15-------------16-------17-------------16----|
D|-12-------------------15-16-------------------13-14-------------------17-18-------------------15-|
A|-------------------------------------------------------------------------------------------------|
E|-------------------------------------------------------------------------------------------------|

Og svo framvegis eins langt og þú vilt en svo aftur niður:

e|----------17-14-------------------13-16-------------|
B|-------16-------15-------------14-------15----------|
G|----15-------------16-------15-------------14-------|
D|-14-------------------17-16-------------------13-12-|
A|----------------------------------------------------|
E|----------------------------------------------------|

Þú getur líka spilað þetta á mismunandi strengjagrúppum. S.s. í staðin fyrir á þessa fjóra strengi (D, G, B og e) þá geturðu spilað á strengi A, D, G og B. Og þú spilar bara sama shape áfram.

Legato (hammer on & Pull off):
Þessi tækni felst í því að einfaldlega tengja nóturnar saman eins rennilega og hægt er. Eða eins “smoothe” og hægt er (ef maður styðst við enska orðið).
Til að framkvæma þetta þá notar þú s.s. hammer on og pull off eins mikið og þú getur, þú slærð aðeins á strenginn t.d. þegar þú ferð yfir á næsta streng en þess er samt stundum ekki einusinni þörf. Það er nefnilega málið að þurfa ekki einusinni að slá á strenginn vegna þess að þú slærð puttanum bara á nótuna sem þú villt spila á næsta streng. En aðalmálið er að láta nóturnar tengjast saman jafnt og vel.

Ég ákvað að útbúa dæmi um þetta og notaði þá G dúr skalann í það.

H = Hammer On
P = Pull Off    
----H-P-P--HP-P-H-H-P-P--HP-P-H-H-P-P--HP-P-H-H-P-P--HP-P-H-H-P-P--HP-P-H-H-P-P-H
e|-7-8-7-5-------------------------------------------------------------------------|
B|---------8-7-5-7-8-7-5-----------------------------------------------------------|
G|-----------------------7-5-4-5-7-5-4---------------------------------------------|
D|-------------------------------------7-5-4-5-7-5-4-------------------------------|
A|---------------------------------------------------7-5-3-5-7-5-3-----------------|
E|-----------------------------------------------------------------7-5-3-5-7-5-3-5-|

Eins og þú sérð kannski í þessu dæmi þá er það aðeins ein nóta sem þú lætur hljóma með því að slá á streng með nöglinni, og það er sú fyrsta. Í rauninni gætirðu svosem sleppt því líka, þannig að þú slærð bara alls ekkert á neinn streng! Notar bara puttana í vinstri hendinni (ef þú ert rétthent/ur og spilar rétthent). Þessvegna er nauðsynlegt að reyna að styrkja puttana á þeirri hendi betur svo að þú getir spilað þessar runur betur, geti tengt þær betur saman og auðvitað svo að þú getir spilað þær hraðar.
Hér ætla ég þessvegna að gefa ykkur hugmynd um hvernig þið þjálfið puttana.


Dæmi 1:
Þú notar alla fjóra puttana nema að vísifingurinn er alltaf á sínum stað. Og það eina sem þú þarft að gera er að gera full af hammer on & pull offs með hinum þremur puttunum. Það skiptir ekki máli hvernig þú gerir það eða í hvaða röð nóturnar koma, það er bara aukaatriði, þessi æfing er ekki í neinum skala eða neitt sem þú getur tekið og notfært þér í t.d. sólóin þín (ekki nema þú viljir eitthvað svona sánd í sóló, en það skiptir mig engu máli). Þetta er s.s. bara æfing til að æfa puttana, ekkert annað. En ef þú villt þá geturðu auðvitað fundið út eitthvað mynstur eða hvaða putta þú notar í hvaða röð, aðalmálið hér er að styrkja puttana. Passaðu bara að allir puttarnir fá jafnmikla æfingu, þó svo að litli puttinn sé kannski veikburðastur af þeim þá áttu ekki að æfa hann minna afþví að það er svo erfitt heldur einmitt öfugt, æfa hann meira en hina.
Svo þarf samt að passa sig á því að gera ekki of mikið af þessum æfingum, taka sér pásu á þeim og þá er ég jafnvel að tala um dags eða tveggja daga pásu. Því annars gætirðu bara eyðilagt hendina þína.
T.d. er hægt að gera þetta svona (þetta er bara algjörlega random):

----H-P-H-P-H-P-H-P-H-P-H-P-H-P-H-P-H-P-H-P-H-P
e|-5-6-5-7-5-8-5-7-5-8-5-7-5-8-5-6-5-8-5-6-5-8-5-|
B|-----------------------------------------------|
G|-----------------------------------------------|
D|-----------------------------------------------|
A|-----------------------------------------------|
E|-----------------------------------------------|

Eða eitthvað í þessum dúr, og svo má auðvitað spila þetta á mismunandi strengi, þetta er léttast á háa e en erfiðast á E.

Dæmi 2:
Hérna geturðu notað mismunandi shape af nótum sem finnast í skölum. Þú þarft að reyna að halda áfram að spila þetta í um 1 mínútu, 2 mínútur, 3 mínútur eða hvað sem þú villt en bara ekki ofreyna þig því eins og ég sagði þá getur það skemmt á þér höndina. Það er alltílagi að finna smá til og þá áttu að halda aðeins áfram. Þetta er eins og þegar þú ert að lyfta lóðum, þú ferð að finna til en þá ertu verulega farinn að brenna og þá áttu einmitt að halda aðeins áfram en passa sig að halda ekki of lengi áfram. Því þetta er það sama og að byggja upp vöðva annarsstaðar í líkamanum, hérna ertu bara að byggja upp vöðva í puttunum.
Þú getur spilað þetta á díatónískan hátt eða krómatískan hátt. Á díatónískan hátt þá færðirðu fingrasetninguna til þannig að hún passi inn í skalann. En á krómatískan hátt þá kannski breytirðu fingrasettningunni ekkert en samt ertu að færa þig upp og niður hálsinn eða eitthvað þvíumlíkt.

Dæmi um díatóníska háttinn:

----H-P-P-H-H-P-P-H-H--P-P-H-H--P-P-H--H--P--P-H--H--P--P
e|-7-8-7-5-7-8-7-5-8-10-8-7-8-10-8-7-11-12-11-8-11-12-11-8-|
B|---------------------------------------------------------|
G|---------------------------------------------------------|
D|---------------------------------------------------------|
A|---------------------------------------------------------|
E|---------------------------------------------------------|

O.s.fv. Eins og þið sjáið þá breytist fingrasetningin eftir því sem þú færir þig ofar hálsinn og þú breytir fingrasetningunni svo að nóturnar passi í skalann sem þú ert að spila. En mundu svo líka að halda þessu áfram í kannski um eina mínútu eða meira og taka þá pásu og reyna svo aftur eftir smá tíma.

Dæmi um krómatískaháttinn:

----H-P-P-H-H-P-P-H-H-P-P-H-H-P-P-H-H--P-P-H-H--P-P
e|-7-8-7-5-7-8-7-5-8-9-8-6-8-9-8-6-9-10-9-7-9-10-9-7-|
B|---------------------------------------------------|
G|---------------------------------------------------|
D|---------------------------------------------------|
A|---------------------------------------------------|
E|---------------------------------------------------|

O.s.fv. Eins og þú sérð þá færist þetta allt upp hálsinn en fingrasetningin er alltaf sú sama. Það er hægt að nota allskonar fingrasetningar á mismunandi strengi, upp eða niður hálsinn eða jafnvel á milli strengja.


Þá held ég að þetta sé bara að verða fínt hjá okkur, það eru eflaust einhverjar villur í þessu hjá mér. Kannski stafsetningarvillur, eða eitthvað sem ég sagði var vitlaust, þannig að ég mæli þá bara eindregið með því að þið látið vita af því þannig að það verði rétt.
Takk fyrir mig og ég vona að þetta gagnist einhverjum og hafi jafnvel svarað einhverjum spurningum fólks hérna.
…djók