Svo þegar ég var að dunda mér á www.drummerworld.com sá ég nokkur myndbönd með Buddy Rich (gammall BigBand trommari) og varð agndofa af undrun. Það sem margir rétt ná að spila með báðum gat þessi maður með annari og ég er ekki einu sinni að ýkja. Hann var hreint út sagt ótrúlegur.
Þá fór ég að hugsa……..afhverju vita ekki fleiri hver hann var? Hversu margir sem lesa þetta vissu t.d. hver hann var áður en þeir lásu þetta?
Ég hef pælt mikið í þessu öllu með að ungir tónlistamenn og aðrir braskarar vita ekkert um þá gömlu en sjá ekki sólina fyrir Lars Ulrich. Ekki það að hann sé lélegur en það er bara til svo rosalega margir sem eru miklu betri. t.d. Steve Gadd, Peter Erskine, Mike Portnoy, Marvin “Smittie” Smith og þetta er bara brota brota brot.
Svo mundi ég eftir því að ég las einhverstaðar hérna á Huga að einhver vildi láta kenna tónlistar sögu í grunnskóla og ekki bara þetta klassíska sem er nú þegar kennt heldur allt þetta frábæra rokk sem er til. Og ég segi, er þetta svo vitlaus hugmynd??
Er ekki málið að fara að kenna tónfræði með einhverju viti. Ekki bara þessa tónfræði sem maður lærði sem krakki heldur eitthvað almennilegt. Kenna krökkum að meta aðra tónlist en bara það sem er spilað á Popp Tíví og MTV. Kenna þeim að HLUSTA á tónlist. Guð veit að góð 60% íslendinga eru taktlausir og restin eru annað hvort tónlistamenn eða afhvæmi þeirra. Hvernig væri að kenna þeim að meta Jazz, Funk og Blues. Þaðan kemur nú svo margt af þeirri tónlist sem er í spilun í dag.
Og kenna þeim allt um þessa gömlu góðu.
Afhverju ekki að setja Buddy Rich, Luis Armstrong, Count Basie, Aretha Franklin, Ray Charles svo ég tali nú ekki um Steve Wonder í sama stól og Mozart og Pyotr Ilyich Tchaikovsky?
Mér finnst of lítið gert úr goðsögnum tónlistarinnar…….
Ef maður er inni á spjallrás á netinu og rekur upp þá örlaga spurningu; hver er besti trommari í heimi? Þá fær maður ávalt Lars Ulrich beint í smettið. En þetta er bara ekki rétt, þetta er ekki einu sinni spurning um smekk. Það er alltaf hægt að dæma hæfni trommara á færni og tækni. Þess vegna er svarið ekki Lars Ulrich, en samt heldur meiri hluti íslensku þjóðarinnar undir 20 það.
Þessu þarf að breyta.
Góð setning til að stja í grein eins og þessa er; Remeber the Titans. Og hún á bara mjög vel við.
Við skulum muna eftir Buddy Rich og John Bonham. Við skulum muna eftir risunum.
Nú spyr ég;
Hvað ætlar þú að segja næst þegar einhver spyr:
Hver er besti trommari í heimi?
Don't forget to bring a towel!