Framleiðsla á Gibson Les Paul gítarnum hófst árið 1952 og hann var fyrsti ‘Solidbody’ rafmagnsgítarinn sem Gibson höfði gert. Les Paul fengu til liðs við sig gítarleikara sem var vinsæll um þessar mundir til að markaðssetja og betrumbæta gítarinn. Þessi gítarleikari var sjálfur Les Paul.
Hann hafði áður sýnt Gibson plön fyrir solidbody rafmagnsgítar en Gibson menn höfðu ekki áhuga, vísuðu honum burt og kölluðu gítarinn hans ‘Kústskaftið með pickupinn.’
Það eru margir orðrómar og sögur um hver hannaði hvað á Les Paul gítarnum. Ted McCarty, fyrrum forstjóri Gibson segir að hann og starfslið Gibson hafi þegar hannað gítarinn sem varð 1952 módelið af Les Paul áður en þeir hafi talað við Les sjálfan. Hann hafi hins vegar bætt nafninu ‘Les Paul’ á headstockið og nýrri brú á gítarinn. Les Paul átti sem sagt bara að vera auglýsing fyrir gítarinn.
Les Paul sjálfur segir að Gibson hafi smíðað brúna, sem hann hannaði, vitlaust. Brúin sjálf var léleg að því leyti að ef gítarinn rakst utan í eitthvað þá fór hann úr stillingu og brúin gerði palm muting ómögulegt. Hún varð því ekki langlíf.
1952 útgáfan af Les Paul var hafði gold top lakk, ekkert serial númer, Trapeze brú sem var hönnuð af Les, tvo P90 pickupa og kostaði $210.
Til að ná gulllitnum voru settar agnir af kopar út í lakkið svo að margir gamlir goldtop gítarar hafa fengið grænan blæ með aldrinum því að kopar oxast.
Árið 1953 var sett ný brú á gítarinn, serial númer og horninu á hálsinum var breytt.
1954 sendu Gibson frá sér tvær nýjar tegundir af Les Paul – Les Paul Custom sem kostaði $325 og Les Paul Junior sem kostaði $99.50
Það var árið 1957 sem Gibson skiptu út P90 pickupunum á gíturunum sínum fyrir pickupa sem filteruðu út suð. Þeir voru kallaðir Humbuckerar og voru hannaðir af verkfræðingnum Seth Lover.
Árið 1958 kom Cherry Sunburst í staðinn fyrir gömlu goldtop gítarana. Þetta áttu eftir að verða eftirsóttustu og dýrustu Les Paul gítarar allra tíma. Þeir voru kallaðir Les Paul Standard. Til að byrja með voru þeir lakkaðir með lit sem upplitaðist í sólarljósi og þess vegna eru margir Les Paul gítarar frá þeim tíma svo upplitaðir að þeir eru eiginlega orðnir brúnir.
Það sem er skrýtið er hins vegar að á milli 1952 og 1960 voru þessir gítarar alls ekki vinsælir. Á árunum 1958 til 1960 voru aðeins framleidd 1700 eintök. Þeir urðu ekki almennilega vinsælir fyrr en Eric Clapton fór að nota þá.
Samloka.