Þar sem ég hef nákvæmlega ekkert að gera þá ákvað ég að finna mér einhvað að gera…
Okey, ég var einn af þessum sem keypti mér Squier Strat pakkann, svo núna hef ég átt hann í uþb 2 ár.
Fyrst þegar ég var aðeins farinn að læra þoldi ég ekki hvað hann sándaði ótrúlega illa, svo ákvað ég að fara í nám, í mínum fyrsta tíma spurði ég kennarann minn hvort Squier sé einhvað crap bara.
Hann sagði mér að svo væri alls ekki, kannski ekki gítar fyrir langt komna en samt sem áður nokkuð góðir, reyndar sagði hann mér að það væru oftar gallar í Squierum.
Þá bölvaði ég og hugsaði með mér að ég hafi fengið eitt af þessum gölluðu eintökum.
Svo fór ég að spila með kennarnum og viti menn, gítarinn minn hljómaði bara andskoti vel… þá var það bara allan tímann fjárans magnarinn (s.s. ég augljóslega var að nota magnara skólanns þarna).
Þessi magnaradrusla sem flestir fá með Squier þar sem þú kaupir varla þannig gítar án þess að fá þessa Squier magnara með. Reyndar leiðist mér ennþá þann dag í dag að hlusta á leiðindin í magnaranum mínum, líður bæði eins og að ég sé lélegri en ég virkilega er og að gítarinn minn sé lélegur.
Ég er þó ánægður með gítarinn (þegar ég spila tengdur í aðra magnara) og eins og er þá er ég ekkert að fara að skipta, ég er bara ennþá á byrjunarstigi gítarismanns og þetta er fínt tól fyrir mig, en magnari er greinilega einhvað sem ég ætti að fjárfesta í.
Ég hef verið að skoða gamla pósta ofl um þetta stykki og hef ég séð að margir hafa mörg ófrínileg orð yfir þá.
Þá meiga þeir taka tillit til þess að það eru byrjendur sem þurfa ekkert sólóskrímsli.
Aðrir fara þessum ljótu orðum yfir þá útaf því þeim finnst óþægilegt að spila á þá, okey það er skiljanlegt, ekki vill maður fjárfesta í einhverju sem einungis pirrar mann. Samt sem áður persónuleg álit og ekki ástæða til að rakka niður hljóðfærið.
Svo er það með tengsli Squier við Fender, Squier (by Fender), Fender eða ekki Fender who cares?
Þetta er þó í einhverju samstarfi við Fender sem þýðir að þetta er ekki einhver slöpp eftirlíking.
Líka Mexíkó, USA, Japan ? Það væri annað mál ef þetta væri framleitt í Suður Kóreu eða Írak eða álíka. Má vel vera að Bandaríkjamennirnir geri þetta betur en Japanar en það þýðir ekki að þeir séu að gera einhvert drasl þar.
Svo í lokin ætlaði ég að segja ykkur, þar sem ég er áskrifandi af hinu frábæra blaði Total Guitar og hef verið það síðan seinasta sumar og kemur það út mánaðarlega. Í þessum fáu eintökum sem ég á þá hef ég tekið eftir því að þessir menn eru gjörsamlega ástfangnir af Squiernum fyrir stutt komna. Svo var eitt blaðið sem var einmitt 10 árum eftir að það fyrsta kom út, þar nefndu þeir Squierinn sem besta gítarinn fyrir stutt komna síðustu 10 ár.
Þar sem ég er ekki með blöðin hjá mér núna þá mun ég bara seinna senda hér inn þau fögru orð sem þeir fara með yfir Squierinn.
Endilega látið mig vita ef ég er að fara með rangar fullyrðingar einhverstaðar hérna og komið skítköst og allan pakkann bara.