Sigurrós að meika það feitt? Íslensku strákarnir okkar (ég segi okkar því nú eru þeir að verða frægir) að trylla kanann!!

Sigurrós eru að fá dágóða umfjöllun hjá kananum um þessar mundir. Strákarnir eru orðnir svo vinsælir vestanhafs að meistari David Letterman bað þá um að spila í þættinum. Eina skylirðið var að lagið þurfti að vera í mesta lagi 4 mín. Strákarnir þvertóku fyrir það þar sem öll lögin þeirra eru lengri en það. Og fyrir vikið fengu strákarnir sjúka umfjöllun þar sem það hefur enginn neita svona tilboði frá Letterman.
Einnig varð allt brjálað þegar drengirnir ætluðu að halda tónleika í New York. Tónleikarnir áttu að vera haldnir í Angel Oresanz Center og þegar miðasalan opnaði seldist upp á innan við 15 mínúntum. Sigrrós ákváðu þá að færa tónleikana í Irving Plaza sem er þrisvar sinnum stærra húsnæði. En samt seldist upp strax.
Á tónleikunum var allt brjálað og leið yfir nokkra aðdáendur. Í lok tónleikanna gaf svo Jón Þór drengnum sem hafði oskrað og klappað hvað mest fiðlubogann sinn.

kveðja,
supernova
_____________________________