Nú er hann byrjaður að versna frekar mikið enda er ég að hugsa um að kaupa mér nýjan bassa og í augnablikinu er ég helst að hugsa um ESP eða Ibanez. Ég byrjaði að hugsa um Ibanez bassann síðan bassinn minn þurfti að fara í viðgerð og á æfingu í Tónlistaskólanum þurfti ég að fá lánaðan bassa og kennarinn minn lánaði mér Ibanez bassa og ég hef líklega aldrei spilað á þægilegri bassa. Á e-strenginum var alveg slétt hljóð annað en á mínum bassa sem fylgdu skruðningar. Kennarinn minn á sjálfur Jazz Bass sem eru rosalega góðir en passa bara ekki fyrir tónlistina sem ég spila.
En ef þið vitið um góðan bassa fyrir þungarokk þá látið mig vita.
Anarkismi mun ríkja!!