Ég ætla að skrifa hér stutta grein um gítarana mína en þó aðallega um nýjasta gítarinn minn sem er af Fender gerð.
Fyrsta gítarinn minn eignaðist ég fyrir rúmlega þremur árum. Það var einhver hundléleg kassagítardrusla sem pabbi minn átti hér í gamla daga og ég hef ekki grænan um hvaða gerð þetta er en hún getur ekki verið góð því að hann er algjört drasl!
Samt þykir mér agalega vænt hann því á hann lærði ég öll mín fyrstu grip.
Ég átti reyndar engar neglur og svo vantaði á hann tvo eða þrjá strengi en því var kippt í lag um jólin.
Nokkrum mánuðum seinna eignaðist svo fyrsta rafmagnsgítarinn minn(sá sem ég á núna). Ég fékk hann með öllu sem þarf og fleiru til á 31.000 kall í Tónabúðinni.
Það er nú reyndar okurverð en þetta tilboð var nýtt á markaðnum í þá gömlu daga. Nú er held ég hægt að fá allt það sama fyrir 17.000.
Tvemur vikum seinna fór ég að sjá alveg óttalega eftir því að hafa ekki valið mér svartan gítar í staðinn fyrir rauðan en ég er alveg sáttur við það núna. Reyndar er ég feginn að ég valdi mér ekki svartan því þá væri ég eins og allir aðrir, og þá meina ég allir en það er nú önnur saga fyrir annan dag.
Um leið og ég kom heim með gítarinn fór ég að vinna í því að stilla settinu upp og komst svo að þeirri niðurstöðu að best væri að hafa hann fyrir framan sjónvarpið, nú veit hversu rétt ákvörðun það var því þar eyði ég mestum mínum tíma og er því alltaf að grípa í gítarinn meðan ég horfi á sjónvarpið.
Núna spila ég á hann 2-3 tíma á dag að meðaltali.
Ég vænti þess síðan að fá mér nýjan gítar um leið og ég er búinn að fermast. Þá má búast við nýrri og sennilega lengri grein… það er að segja ef ég verð ekki búinn að gefast upp á þessu Huga dæmi.
P.s. Ég elska gítarinn minn!!!