Ég ákvað, þar sem ekki er mikið að vera að senda inná þetta áhuga mál að senda inn grein. Og þá datt mér í hug að senda grein um mitt hljóðfæri, Þverflautuna.
Ég er búin að æfa á þverflautu í 4.bekk! Ég man hvað það var mikið pínt mig til þess að fara á það hljóðfæri, ég ætlaði ekki á það! En auðvitað að lokum var sannfært mig um það að fara á það.
Ég man eftir fyrsta tímanum mínum, þá mætti ég með vinkonu minni sem ætlaði líka að æfa á þverflautu og við áttum eitthvað að “kynnast” hljóðfærinu. Fékk ég ekki þessa fínu, gömlu, beigluðu, notuðu þverlfautu í lán hjá tónskólanum. Hún var ekki með loftgötum og hún var bara eginlega að detta í sundur..! Kennari minn var pólskur perri. Í fyrsta tímanum mínum var hann í þröngum leður buxum og hvítum rúllukraga peysu og í leður jakka, það var bara ienn tími en hinir tímarnir vou þannig að hann var í skyrtu.. Hneppt frá hjá fyrstu 2 hnöppunum og með bringu hárin uppí loftið og því miður lærði ég ekki mikið hja þessum kennar því að stelpan sem var með mér í tímum hafði lært á píanó og hann kenndi henni bara á píanóið fyrstu árin, svo að þessu næstum því dottna í sundur þverflautan mín gaf ekki strax upp öndina!
En síðan, hætti ég með stelpunni í tímum og ég fékk að læra almennilega á þetta hljóðfæri. Það heyrðist ekki góður hljómur í þessari blessuðu flatu en hún varð að næga, ég missti hana oft í gólfið og var frekar kærulaus með hana. Hann var oft pirraður því ég er ekki góð í því að telja í lögum, og þegar ég var komin í 6.bekk var hann alveg að brjálast á þessu, hann lét tónlistarskólastjórann koma og hann skammaði mig þvílíkt fyrir það hvað ég væri víst dónaleg við kennarann, eitthvað allt annað en þessi blessaði pólski perri hafi verið pirraður á. Þegar þessi maður fór út, þá brjálaðist ég, hennti þverflautunni minni í hann og boxinu öskraði “ÉG ER HÆTT” og strunsaði í burtu, það skyldi sko einginn valtra yfir mig. Hann baðst síðan afsökunar. Svo ég fékk þessa þverlfautu aftur.
Svo á lúðrasveita æfingu stuttu seinna eftir þetta, gaf þessi þverflauta sig alveg.. Takkinn sem gerir mér kleift að gera Gís festst niðri, beyglaðist niður, og ég veit bara ekki hvernig hann fór að því!
Þá fékk ég nýja, ónotaða, FLOTTA jupiter flautu. Hún var mjög fín og gat ég notað þessa þverflautu í 2 ár.. Ég Æfi enn á þetta hljóðfæri og ég er komin í 9.bekkinn en hef örugglega hætt svona 5 sinnum á því, ég hef nú samt alltaf séð eftir því og byrjað aftur :).. Og núna, fer ég á lúðrasveita mót er í lúðrasveit æskunnar t.d og bara mörgu góðu ;).. Komin með eigin flautu og allt!
Svo þetta er það sem komið er af flautu ferli mínum ;)..
Takk fyri