Saxafónn
Núna nýlega var ég látinn spila á alt saxafón. Ég er klarinett leikari og er búinn að æfa á klarinett í 3-4 ár þannig saxafóninn ætti ekki að vera flókinn fyrir mig. Maður í TH(tónlistarskóla Hafnarfjarðar) reddaði mér einum gömlum saxa frá Seltjarnarnesi og lét mig prufa. Með honum fylgdi hálsól sem skar svo í hálsinn að ég gat alveg eins notað gaddavír. Seinna meir keypti ég mér ól með púða.
Um árið 1840 var maður frá Belgíu að nafni Adolph Sax sem hannaði þetta hljóðfæri. Saxófónninn er með sama klapppakerfi og klarinett, flauta og óbó og telst til tréblásturshljóðfæra jafnvel þó að það hafi aldrei verið smíðað úr tré. Saxófónninn er smíðaður í mörgum stærðum og eru þeir algengustu: sópransaxófónn, altsaxófónn, tenórsaxófónn og barítonsaxófónn. Hljóðfærið hefur notið gífurlegarar vinsældar sem jazz og dægurlagahljóðfæri en hentar líka vel í klassískri tónlist. Þess má geta að hinn skemmtilegi fyrrverandi forseti Bandaríkjanna Bill Clinton spilaði á saxafón.