Jimi Hendrix
Geðvekt góður en er ekki að fíla lögin hans nógu vel. Á annars mörg flott lög eins og Purple haze, little wing, Bold as love, Castles made of sand, angel ofl. Það er líka mjög gaman að horfa á hann live (maðurinn hefur ekkert fyrir því að spila á gítar) þegar hann spilar með tönnunum og kveikir í gítarnum og þannig.
4.
Bob Dylan
Hann kemst alveg uppí 4. sæti á góðum textum og flottum undirleik hann hefur haft mikil áhrif á mig og tónlist sem ég spila þó ég sé meira bluesmaður. Bob Dylan á mörg falleg lög eins og Desolation row, hard rain´s gonna fall, visions of johanna, forever young, love minus zero/no limit ofl. Hann á það til að gera lögin sín mjög elektronísk á tónleikum og mér finnst það samt skref niður á við. Annars mæli ég með Eric Clapton & friends in consert þar sem Eric og Bob taka Crossroads saman mjög fallegt.
3.
Robert Johnson
Frábær bluesleikari mjög góður á gítar uppáhalds bluesmaðurinn minn annars mæli ég með Blind wille Mctell hann er góður. Eins og flestir gítarleikara ættu að vita seldi Robert sálu sína djöflinum til að verða góður á gítar á “The Crossroads” fræg saga sem allir ættu að kynna sér. Robert Johnson á mörg góð lög eins og Ramblin on my mind, Cross roads blues, me and the devil blues, Traveling riverside blues, 32-20 blues ofl. Það er ekki til neitt live efni með honum en ef einhver á og er til í að selja mundi borga mikið fyrir þær.
2.
Eric Clapton
Hann Eric er magnaður á gítarinn spilar fallegt rokk líka róleg lög og blues og gerir allt jafnvel hann á líka heiðu skilið fyrir að hafa selt alla gítarana sína til að styrkja meðferðaheimilið sitt “The Crossroads Centre”. Hann á mörg góð lög eins og Tears in heaven, Bell bottom blues, Layla, Cocaine, before you accused me,ofl. Hann er betri live en studio meira að segja miklu betri tónleikarnir unplugged eru samt svolítið ofmetnir frekar að hlusta á tónleika sem hann tekur í rafmagnsgítarinn layla kemur svakalega flott út live en nóg komið af 2. sætinu
1.
“the house is on rokcin and nobody´s knocking” Steve Ray Vaughn
hann er bara bestur bara lang bestur hlustiði bara á “mary had a little lamb” eða “Texas Flood” hann er bara bestur (en þetta er bara mitt álit). Fyrir svona ári eða 2 hefði ég sagt kirk Hammet en þá hlustaði kallinn bara á metal og Bob Dylan en núna er maður búinn að komast að því að Blues er málið!!!!!(úps aðeins út fyrir efnið) Steve Ray á mörg góð lög eins og Texas Flood, Mary had a little lamb, house is rockin´, scuttle Buttin´, little wing (Hendrix Cover), cold shot ofl.
Steve Ray Vaghn er lang bestur live og má þar nefna mary had a little lamb kemur ú alveg útúrsoloað og fallegt og testify sem er magnað live annars hef ég heyrt lítið með honum live en það er allt super flott mæli með að allir hlusti á hann.
Takk fyrir
“May the blues be with you” (tomino)
Eat your shoes, Don't forget the strings And sox