Mitt hljóðfæri, the wierd thing Jæja, ég hef verið að skoða Hljóðfæri, og hef ekki tekið eftir neinni grein um harmonikuna sí-vinsælu!
Sjálfur spila ég á harmoniku og hef gert það þó nokkuð lengi. Núna langar mér að tala um harmonikurnar mínar ;)

Fyrsta Harmonikan mín var lánsharmonika; píanóborð, hvít, lítil og heldur léileg. Veit ekki hve mörgum tökkum hún var með, en hún var aðeins tveggja kóra. En eins og allir byrjendur þá keypti ég ekki það besta strax.

Næsta harmonika var heldur betri. Það var hnappanikka frá Zero Sette, send beint frá Ítalíu, en ég var búinn að bíða heldur lengi eftir henni. Hún var fallega svört með held ég 46 treble keys (3. kóra) og 120 bass keys (4. kóra). Virkaði fínt þangað til að hún brotnaði ( var með hana í harmoniku tösku á bakinu, rann til í hálku og hún brotnaði ).

Harmonikan sem ég er með núna! Þetta er þvílíkt hljóðfæri, frá Borsini. Módelið er Parisana, hún er létt og nett, en samt með 55 hnöppum og 4 kóra, 120 bassatakka (6 kóra) og allir hljómar í henni eru casotto, sem gefur þvílíkt hreinan hljóm! Mæli með þessari fyrir upprennandi snillinga ;).

Vonandi skilduð þið mig, annars reynið að afla ykkur upplýsinga, gætuð vel spurt mig í svörum, en sumt get ég ekki bara svarað. :)

Heimildir: Ég átti þessa gripi þannig heimildir komu frá mér.
Annars: http://www.borsiniaccordions.it/ heimasíða Borsini, ég veit ekki hvort Zero Sette eru með heimasíðu.