Að búa til Talk Box

Til að gera sér grein fyrir því hvað Talk Box er, getur verið
góð hugmynd að tannbursta sig, því með því að gera stút á
munninn og opna hann alveg til skiptis meðan burstinn er á ferð,
fæst einskonar wah wah hljóð, alveg einsog filter framan á
trompet myndar wah wah hljóð osfrv.

Munnurinn er (einsog einhver gæti giskað á) mikilvægur þegar
nota á analog Talk Box. Auðvitað eru núna til digital Talk box
en ég trúi ekki að þau séu jöfn að gæðum, en hvað sem því samt
líður þá er það ekki til umræðu núna.

Ég mæli með því við hvern sem ætlar að búa sér til sitt
eigið (low-budget) Talk Box með þessum leiðbeiningum
lesa leiðbeiningarnar amk einu sinni yfir áður en byrjað
er !!


Pointið við analog Talk Boxi er að fá “feed” (hljóðið) úr
gítarnum í lítið rör og leiða rörið uppí munn þar sem hljóð-
breytingin fer fram. Nauðsynleg “hráefni” til þess að búa til
Talk Box eru:

1. (Lítill) hátalari
2. (að minnsta kosti) 1,5m löng slanga (helst loftslanga)
3. (lítil) skál (má vera eitthvað Tupperware eða svoleiðis)
4. einhvers konar magnari (getur verið bara lítill formagnari)
5. Míkrófónn (ekki nauðsynlegt fyrir æfingar heima)
6. Míkrófónstatíf (eiginlega nauðsynlegt hvort sem
maður er að spila með hljómsveit eða bara æfa sig…)
7. Einhvers konar lím (getur verið gaffer eða álíka límband)

Ég held að með þessu séum við komin með lista yfir öll
nauðsynleg “hráefni” til að búa til Talk Box…

Objectið er í rauninni að koma gítarsándinu, í 1. lagi í litla
hátalarann (sem reyndist vera gamall hátalari úr Toyotu í mínu
tilviki :) 2. í gegnum (for-) magnarann, 3. í slönguna og 4. upp í munn,
þar sem hreyfingar á munninum svipaðar og þegar maður talar
skapa þessa “gítarrödd” (einsog gítarinn sé að tala).
Þessa gítarrödd má til dæmis heyra í Generator með Foo
Fighters og Livin’ On A Prayer með Bon Jovi (bæði undir og
sóló)…

1a. Fyrir þá sem eiga Marshall magnara (nýja týpu) eða aðra magnara
með direct out (þ.e. tengi aftan á magnaranum fyrir aukahátalara
eða til að tengja í kerfi) er fyrsta skrefið frekar einfalt því þá er
bara spurning um að taka eina jack snúru og taka plöggið af
öðru megin, en stinga hinum endanum í magnarann. Þeim megin
sem plöggið var tekið af tengir maður svo í litla hátalarann sem
maður er með. (ef maður er í þessari aðstöðu, þá er auðvitað ekki
þörf á neinum formagnara)

1b Fyrir þá sem eru ekki með direct out tengi á sínum
magnara er þetta aðeins flóknara og getur verið gott að kaupa
lítið tengi sem splittar jack í tvo jacka (fer þá annar jackinn í
lítinn formagnara og hinn í restina af effectalúppunni). Svo er
bara að taka jack útúr formagnaranum og tengja í hátalarann
einsog í skrefi 1a.

3. Þar sem skref 2 var innifalið í 1a og 1b hvoru fyrir sig
þá geri ég ráð fyrir að nú sé þannig komið að gítarsignalið sé komið
í einhvern magnara og úr honum í hátalarann.
Þá er bara næst að setja skálina (þ.e. plastskálina númer 3 í listanum)
yfir hátalarann, þannig að allt hljóðið úr litla hátalaranum fari í
skálina. Áður en þetta er gert er fínt að bora, allavega útbúa, hvernig
svo sem maður vill gera það, lítið gat á miðjan botn skálarinnar.
Svo það fari ekki á milli mála, þá fer skálin eftir það á hvolf ofan
á hátalarann þannig að gatið á plastskálinni vísi upp. Gott er að
festa þetta svo saman (þ.e. hátalaraskálina og plastskálina) með
lími og/eða límbandi (þá helst gaffer). Betra væri samt að bíða með
það, því litla gatið á botninum á eftir að þjóna sínum tilgangi, því
þar kemur nefnilega loftslangan…

Áður en lengra er haldið ætla ég að tala aðeins um þessa
blessuðu loftslöngu. Þetta er slangan sem liggur alveg frá
sjálfum “effektinum” (þ.e. dótinu sem við erum að púsla saman)
og upp í munn á þeim sem notar Talk boxið. Ég held að gott
viðmið sé að reyna að hafa innra þvermál slöngunnar sé ca 1”
(2,54 cm), því þetta er miðillinn sem mun bera hljóðið úr
gítarnum (þ.e. úr litla hátalaranum).
Svona slöngu fær maður bara í BYKO (sem fyrr) og hún kostar
alls ekki meira en 1000 kall ef ég man rétt…

Þegar búið er að:

Tengja hátalarann og teipa/líma plastskálina á hann…
og rigga plastskálina þannig að slangan liggi úr gati á botni
hennar og upp míkrófónstatífið… þar sem hún endar svo
fyrir framan (eða uppí, whatever yanks your string) munn
þess sem spilar, þá er þetta í rauninni bara komið…

Svo er náttúrlega þægilegt að koma þessu öllu saman í
kassa (sem er til dæmis hægt að fá í Miðbæjarradíó) og vera
með Volume-takka á honum… en það er reyndar út fyrir scope
þessarar greinar og ég hafði nú ekkert í hyggju að lýsa því neitt
nema ég sé sérstaklega beðinn um það (og það er ekki einu sinni
víst að ég nenni því… :)

Ég geri mér grein fyrir því að þessi grein er örugglega hálfskrýtin
aflestrar og biðst ég afsökunar á skrýtinni uppbyggingu, en áður
en þið spyrjið um eitthvað sem ykkur finnst óljóst í greininni, lesið
greinina þá yfir aftur og sjáið hvort allt verður ekki ljóst þá… :)

P.S. Ég hef því miður engar myndir af þessu en þetta eiga að vera
alveg aulaheldar leiðbeiningar, þannig að það ætti ekkert að
þurfa myndir… :)
Blehhh