Já ég er einn af þessum hardcore Marshall aðdáendum og langar til að benda ykkur á snilldarhugmynd. Ég kíkti á Marhall heimasíðuna (http://www.marshallamps.com) og skoðaði innsendar myndir þar sá ég nokkra málaða magnara. Ég tók mig til og tók í sundur Valvestate haus sem var orðinn nokkuð sjúskaður og spreijaði hann bláan, svona blásansjeraðan. Það eina sem þarf að gera er að kippa magnaraunitinu úr með því að skrúfa skrúfurnar ofaná, taka síðan rifflaða spjaldið framanaf sem er fest með tveimur skrúfum að innanverðu og taka tappana neðan á magnaranum en þá ertu með í höndunum einungis tréverkið af magnaranum.
Þá er komið að máluninni. EKKI SPREYJA HANDFANGIÐ SJÁLFT!! Það lítur hrææææðilega út, spreyjaðu bara kubbana sem eru yfir festingunum. Það er gott að nota einhvern poka úr bónus eða hagkaup eða eitthvað til að hilja handfangið. Ef þú hefur ekki spreyjað áður láttu einhvern annan gera það eða kenna þér það annars verður hann allur í klessum og viðbjóði. Þegar málunin er búin skaltu láta hann bíða í svona einn dag eða svo en þá á hann að vera þurr síðan skelliru honum bara saman og vooooolla hann er flottari en allt annað.
Ég mæli með einhversskonar sansjeruðu spreyi því það kemur rosalega vel út. En ekki lita hann bleikan eða í einhverjum skærum litum því OMG þú átt eftir að fá leið á honum. Þetta gæti orðið svalt líka á combo mögnurum og endilega látið mig vita ef vel tekst til.
Ég þakka fyrir mig og vona að þetta nýtist einhverjum. Ég læt myndina inn síðar.