Ráðið við þessu færst út í næstu hljóðfæraverslun og kallast Straplock (er reyndar dýrara en ég hélt, minn kostaði 2700 mynnir mig, en vel þess virði ef maður er með rándýrt hljóðfæri)
Straplock virkar þannig, eins og nafnið gefur til kynna, að það læsir ólinni á hljóðfærinu
segjum sem svo að þú farir og fáir þér straplock, og komir svo heim til þín… og hvað svo ??
1. Þú byrjar á að skrúfa gömlu pinnana fyrir ólina af
2. a) Þú skrúfar nýja pinnann sem var í straplock pakkanum í
b) ef að skrúfan sem að var í fyrir var stærri en nýja skrúfan, þá reddaði ég því þannig, að ég tók tannstöngla og hamar, og tróð hammraði tannstönglunum ofaní (passa að brjóta þá ekki áður en þeir eru komnir allir ofaní) og svo þegar ég var kominn með 5-6 tannstöngla í gatið, braut ég ofanaf þeim, og sléttaði aðeins yfirborðið..
svo sótti ég borvél og boraði lítið gat (svona 3x minna en skrúfan sjálf) ofaní miðja tannstönglastífluna, og skrúfaði svo nýja pinnann á
3. Svo þegar þú ert búinn að skrúfa takkann á, þá tekuru ólina. þú setur pinnann á því sem eftir er af draslinu.
pinninn lítur nokkurnvegin svona út
__
[ |___._
] |___ _| (það eru líklegast skýringarmyndir í leiðbeiningunum
[__| ' sem að fylgdu)
þú setur þennann pinna í gegnum gatið á ólinni, og svo seturðu skífuna (það var amk skífa á pínum straplock) og svo litla draslið til að festa skífuna. Nú ætti straplock takkinn að fera fastur á ólinni (vonandi sneriru ólinni rétt)
4. þú endurtekur þetta á hinn endann á ólinni
5. Þá ætti þetta að vera komið, svo tekuru og ýtir á takann sem að ætti að vera á miðju járnruslinu á ólinni, og ýtir á hann, og stingur svo pinnanum sem að stendur út úr ólinni inní gatið á festingunni (sama gat og skrúfan er í) sem að er á bassanum/gítarnum
þetta gæti hljómað hálf einkennilega eitthvað, en lesið þetta bara aftur yfir (þetta var bara eins og minn straplock (Jim Dunlop) var festur, gæti verið mismunandi eftir framleiðendum, skoðiði endinlega leiðbeiningarnar sem að fylgja með)
ps. Þið gerið allt á eigin ábyrgð
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF