Guitar Pro (hvernig skal ná í og koma í gang)
Ég ætla hér í þessari grein minni (annarri í röð :P)að segja frá besta kennara sem að ég hef nokkru sinni haft, hann heitir Guitar Pro.
Guitar Pro er forrit sem að þú getur sett í þína tölvu að kostnaðar lausu í gegnum netið, það kostar ekkert en tekur smá af utanlands downloadinu þínu (eitthvað um 6,8 mb),en þú munt EKKI sjá eftir því. Forritið virkar þannig að þú nærð í ákveðna file-a (GP4 lög) á síðunni www.mysongbook.com (ekki eina síðan en klárlega sú besta) þú opnar guitar pro forritið (þegar þú er búinn að dla því upplýsingar fyrir neðan) ferð í open browsar og velur file ýtir á play og *voila* forritið spilar file-inn (lagið sem að þú valdir)og þú sérð tab-ið og heyrir tölvulegt lagið, say no more…..
mikið ber á þessu í greininni
Gp/Gp4 = forritið
File = t.d eins og my downloads r sum
Browse = browsa á milli file-a
File = guitar pro (lögin) það sem að forritið mun spila
Hvernig næ ég í forritið og file-ana…..
Forritið/Leiðbeiningar > ( fyrir þá sem að eru lélegir á tölvur)
Þú ferð á síðu GP (guitar pro) en hún er www.guitar-pro.com
þú ferð í tengil vinstra megin á síðunni sem að heitir <Downloads> og þaðan geturu dlað forritinu (ATH forritið er demó með timer en hann er eitthvað skakkur þú getur því ekki prentað út þar sem þetta er demó, forritið endist 4 ever). En allavega þegar þú ert kominn inn í <Downloads> valmyndina þá geturu fengið forritið á ensku og frönsku, hvað vilt þú ??
Fyrir hvert túngumál eru tveir tenglar, ég mæli með þeim efri hann er að ég held betri en sá sem að er fyrir neðan, nú er ekkert annað að gera en að downloada og setja upp forritið (klikkar á efri tengilin í t.d English).
Gott getur reynst að búa til folder(möppu) fyrir allt sem að tengist forrita set-upinu í tölvunni þinni og hafa allt þar t.d getur hún heitið >> GP4 Set-Up. (þarf varla að segja þetta :D)
Þá held ég að það sé komið nokkuð á klárt hvernig eigi að ná í forritð ef að það kemur upp eitthvað vesen ekki hika við að spyrja.Hér á huga eru mjög margir með þetta forrit en markmiðið með þessari grein er að sjálfsögðu að ná til þeirra sem að ekki hafa forritið.
File-arnir/Leiðbeiningar > ( fyrir þá sem að eru lélegir á tölvur)
Hvernig næ ég í þá ???
Það er í rauninni mjög einfalt, þegar þú ert kominn með forritið þá ferðu í <File> (í GP4) valmyndina og í <search on the web> þar skrifaru ýmist lagið eða hljómsveitina. Þú þarft ekki að gera þetta svona þú getur líka einfaldlega farið inná www.mysongbook.com og gert þetta þaðan. En þegar þú ert kominn inná www.mysongbook.com (gerist í báðum tilfellum)
leitaru að laginu þínu þú verður að passa að þú veljir guitar-pro file en ekki bara venjulegt tab(þarft samt einungis að gæta þess ef að þú kýst að velja stafina efst en ég mæli ekki með því dno why,A,B,C,D o.s.frv).
Þar sem ég veit að það eru margir MetallicA aðdáendur þarna úti (ég meðtalinn) þá ætla ég að taka dæmi segjum að mig langi að ná í lagið Battery þá geri ég eftirfarandi :
ég fer á www.mysongbook.com fer í search tab möguleikan sem að er vinstra megin a síðunni og skrifa Battery þá koma upp margir battery file-ar fyrir neðan hvern file eru myndir af hljóðfærunum sem að eru notuð í file-num trommur, gítar, bassi.
Ekki er þetta einungis fyrir gítar……..
Anyways á efsta file-num er lítil disketa þú klikkar á hana og *voila* þú ert búinn að dla file-num þá opnaru forritið ferð í open og browsar o.s.frv
http://www.mysongbook.com/?msbp=eng%2Ctab%2C tab_list&keyword=battery
Þetta forrit er ekki einungis fyrir gítarleikara, heldur bassaleikara og trommara og þá sem að eru að læra nótur ég tala nú ekki um bandið..
(þegar ég las greinina yfir fannst mér hún hljóma flókið en vertu með athyglina á greininni :D)
stuttu máli : (fyrir þessa kláru :D)
ferð á www.guitar-pro.com ferð í downloads tengil velur þar English efri tengilinn
downloadar forritinu með því að ýta á ofantalinn tengil
þegar GP er komið upp ferðu í File(as in file options, help, tools) og þaðan í search on the web,
skrifar nafnið á laginu og ýtir á diketuna til að dla
opnar GP4 lagið í forritinu (opnar forritið og ferð í Open > og browsar)
að því loknu ýtiru á play
————————————————- —————
Hérna er nákvæmur tengill á að dla forritinu
http://www.guitar-pro.com/eng/Downloads.ph p
Takk fyrir mig (Youth) áfram Hljóðfæri !
Bæ