Ég hef tekið eftir því að umræðan um Gítarinn er alltaf mjög slæm.
Fólk er ekki ánægt með þjónustuna hjá þeim og segja að þeir selji rusl hljóðfæri og ýmislegt fleira í þeim dúr, sem er nú svo sem alveg rétt því mestmegnis af því sem þeir selja er fjöldaframleitt crap.
En hins vegar þá er þarna inn á milli gæða græjur eins og td Crafter kassagítarar, sem eru tiltölulega vandaðir. Mxr effectar, sem eru nú bara með þeim betri í bransanum og meira segja er Gítarinn með þá á mjög góðu verði.
Allavega, þá hef ég verið að versla töluvert að utan og fengið sent heim í gegnum tollmidlun, sem er til húsa beint á móti Gítarnum þannig að ég hef gert mér leið þangað einstaka sinnum til að grípa í gítar eða tvo til að drepa tímann.
Nú verð ég bara að segja eitt…..
Ég fæ alltaf virkilega góða þjónustu hjá þeim, hvort sem það er konan, maðurinn eða ungi strákurinn sem afgreiðir þá eru þau alltaf einstaklega kurteis, tilbúin til að leyfa mér að prufa hvað sem er og meira segja gera mér tilboð ef mér líst vel á eitthvað.
Ef ég er að prufa gítar, þá bjóða þau mér að prufa einhvern annan til að finna muninn á þeim, ef ég vil prufa effecta þá er það ekki málið og meira að segja var opnaður poki (nýr) með snúrum í svo að ég gæti fengið að tengja marga effecta saman.
Vissulega eru rafgítararnir hjá þeim frekar sloj græjur og ég myndi aldrei kaupa mér rafgítar þarna, en kassagítararnir og Carslbro magnararnir, eða HiWatt magnararnir eru fínar græjur og tala nú ekki um Mxr effectana. Þau eru nú reyndar líka með Rocktron effecta sem eru ekkert til að hópa húrra yfir, en ég á nú samt Chorus pedal frá þeim sem ég keypti fyrir 5 árum og hann virkar alveg þokkalega samt.
Ég er að pæla í einu, þeir sem segjast hafa fengið lélega þjónustu hjá þeim, getur verið að það séu mest 12-15 ára pjakkar sem hugsanlega gætu hafa verið ókurteisir eða koma margir saman í hóp og fikta í öllu. Ef ég væri með hljóðfæraverslun og það kæmi hópur af svona gaurum inn, þá vissulega myndi ég hafa varann á (þó ég myndi ekki vera dónalegur eins og margir vlija meina að maðurinn sé) því hljóðfæri eru nú einu sinni dýr tæki.
Allavega, þá er ég ánægður með þessa verslun þó að ég versli ekki mikið við þá. En ég myndi allavega alveg hafa hana inní myndinni ef mig vantaði eitthvað.
Ef þú smælar framan í heiminn smælar heimurinn framan í þig.
ibbets úber alles!!!