Þetta er grein sem pabbi minn skrifaði um mandolín en hann er einmitt mandolínleikar. Hún er á þessarri síðu: http://www.galdur.is/mandolin/tmp1.php?pid=38
Mandol ínið er upprunnið á Ítalíu og er náskilt lútu- og fiðlufjölskyldunum og á myndinni má sjá Ítalska blómarós með mandolín af ítalskri gerð, eða Neopolitian mandolin. Þetta er dæmigert hljóðfæri; framhliðin er flöt en bakið kúpt. Mandolín af þessari gerð voru nokkuð algeng fyrir miðja síðustu öld, og oftar en ekki hljóðfæri kvenna. Mandolín með A og F lagi komu ekki til sögunnar fyrr en í byrjun síðustu aldar og þar vara Gibson hljóðfærasmiður að verki. Meira um það síðar.
Það má segja að mandolínið er í rauninni fiðla sem leikið er á með nögl í stað boga og eru hljóðfærin eru eins stillt, GDAE. Í mandólín fjölskyldunni er mandólínið minnst, þá kemur mandólan og loks bouzouki.
Mandólíntóna má oft heyra hjá hljómsveitinni REM og í laginu um Jóa útherja með Ómari Ragnarssyni er lipurt forspil leikið á mandolín. Í tónlistinni úr kvikmyndinni um grikkjann Zorba er bouzouki í aðalhlutverkinu og Sigurður Bjóla lék á bouzouki í nokkrum lögum með Spilverkinu.