Það má nefna marga núna, óboj. Allaveganna, ég byrja bara á trompetguðinum Arturo Sandoval(kíkið á for love or country, mynd um gaurinn).
Svo má til dæmis nefna Björn Thoroddsen gítarleikara. Hann hefur verið að í uþb 20 ár eða meira. Mér hefur alltaf fundist stíll Kirk Hammett og Slash flottur svo ég skýt á þá. Svo er Django Reinhardt maður sem allir ættu að hlusta á.
Það err bara einn bassaleikari sem mér dettur í hug í augnablikinu, Flea. Þvílíkur snillingur, þegar hann spilaði með Mars Volta, og auðvitað líka RHCP.
Buddy Rich, ekki meira(fyrir þá sem ekki vita hverr hann var, hann var trommari).
Paganini var guðdómlegur á fiðluna, enda hélt fólk í den að hann hafi verið djöfullinn.
Maynard í Tool er besti söngvari sem ég hef heyrt í, þvílíkt vald á röddinni sinni. Hlustið á hann með A Perfect Circle, flott.
Svo eru svona grilljón aðrir gaurar sem koma til greina.