Meginmarkmið þessarar greinar er einfaldlega að kynna þá hluti sem Line 6 hefur verið að gera undanfarið ár/síðasta ár. Ég sjálfur er eigandi Line 6 Flextone III og hef kynnt mér mikið undanfarnar vikur vef Line 6 og er að stefna á að kaupa mér Variax 700 eftir vinnu þessa sumars.
Line 6 er leiðandi framleiðandi í hinni svokölluðu digital tækni þegar kemur að mögnurum/gíturum. Þeir komu þessarri tækni á sjónarsviðið árið 1996 með fyrsta magnaranum sínum, AxSys, sem var sá fyrsti sinnar tegundar. Hann notaði tækni sem þá var ný og kallaðist DSP(digital signal processing).
Line 6 hafa verið virkilega duglegir að koma fram með nýja og að mínu mati ótrúlega hluti. Þar má nefna sem dæmi Vetta II, sem er flaggskip Line 6. Þar hafa þeir troðið öllu af því besta sem þeir hafa uppá að bjóða. Þar má nefna 74 emulataða magnara, á íslensku, magnara sem þeir hafa rannsakað og náð að “herma eftir” hljóðinu, 53 mismunandi stomp box sem hægt er að raða upp í svona “virtual” effectabretti. Auk þess eru emulataðir wahwah pedalar. Svona get ég endalaust haldið áfram að telja upp, en fyrir áhugasama bendi ég á official heimasíðu Vetta II, hér
Var iax er gripur sem ég ætla að segja sérstaklega frá. Það er gítar sem býður upp á afar skemmtilega möguleika, hann getur hermt eftir mörgum gíturum. Þar má nefna: Fender, Gibson, Gretch, Rickenbacker, Ephiphone. Auk þess getur hann hermt eftir banjói, 12-strengjagítar og sítar.
Nýverið kynntu Line 6 forrit á markaðinn sem þeir eru að þróa sem heitir Variax Workbench. Þar geturðu einfaldlega sagt, smíðað þína eigin gítara í tölvunni, og þegar þú ert búinn “uploadarðu” þeim bara í Variaxinn þinn. Þar er hægt að velja um alls konar body, hvort að hálsinn sé bolt on, pickupa og margt fleira. Auk þess geturðu raðað pickupum ofan á hvorn annan(þetta stendur á heimasíðu þeirra) snúið þeim og alls konar svona stuff. En það flottasta án efa er að þú getur skipt um pitch á einum streng án þess að hafa áhrif á einhvern annan. Ímyndaðu þér að þú sért að spila, þurfir að skipta í drop-d mjög fljótt og skiptir þess vegna bara niður um eitt klikk á 5-way selectornum(eins og á Strat.) án þess að þú þurfir að breyta eitthvað um raunstillingunna á gítarnum, darn cool :P. Allt er þetta sett inn í gítarinn á custom banka á Variaxinum í gegnum USB. Heimasíða Variax
Line 6 hafa líka gefið út Variax acoustic, og fyrir þá sem vilja vita meira bendi ég á videoið um þann gítar, hér
Vonandi hefur þetta opnað hug ykkar gagnvart Line 6 því að ég hef fundið af og til fyrir smá neikvæðni gagnvart digital tækninni. Ég bendi á að þessi tækni er mjög ný af nálinni.
Það má nefna að line 6 fengu nýverið verðlaun fyrir Variax sem besta rafmagnsgítarinn, verðlaun fyrir framsæknustu vörurnar besta gítarcombo fyrir Vetta II og svo bestu effectarnir 19" rack eða gólf fyrir PODxt. Þetta var á MPIA(Musikmesse International Presse Award) þar sem 58 tímarit koma saman og kjósa bestu vörurnar.
Ég þakka fyrir mig og afþakka hins vegar allt skítkast.