Halló allir:-)
Ég er að æfa á píanó og mér finst það bara mjög gaman , ég er búin að æfa í svona 4-5 ár í heilu námi, þ.e. fer ég í tvo tíma á viku. Og af því að ég æfi á píanó þarf ég að vera í tónfræði, og það er eini svarti punkturinn við að æfa á píanó.. Mér finst tónfræði hrikalega leiðinleg , en samt legg ég mig alla fram við að læra hana en stundum er ég í þann veginn að gefast upp….
Sumt í tónfræði finst mér bara allgerlega óþarfi að læra:S
En samt ætla ég að þrauka þetta þar sem ég á bara eitt ár í tónfræði eftir (eða reyna það veit ekki hvort ég get)
Svo er það annað
Ég á trommusett í bílskúrnum og ég elska að spila á trommur.
Ég og nokkrar bekkjasystur mínar stofnuðum hljómsveit og spiluðum á hæfileikakeppninni og það var mjög gaman..
Og nú er “trommukennarinn” í tónlistarskólanum að segja mér að ég gæti allveg farið að æfa á trommur (Ég vissi ekki að ég gæti það því að mér var sagt fyrir stuttu að það væri allt fullt)Og mig langar auðvitað geðveikslega að byrja að æfa á trommur, en mamma segir að þá verði ég að fara í hálft nám í píanói (1x í viku) og hálft nám í trommum. Og auk þess er ég í fótboltanum (og það er klikkaðslega mikið að gera þar) og líka að æfa á píanó þannig að ég veit ekki hvort ég gæti haft tíma til að bæta meira við.
Hvað mynduð þið gera í mínum sporum??
(ekkert skítkast takk)