Ég er búinn að spila á gítar í ca. 1 1/2 ár. Ég hef aðeins lært af sjálfsdáðum þessi ár og ekki er ég eitthvað að monta mig á því. Ástæðan fyrir því að ég hef einugis lært á mínar eigin spýtur, er hvað gítarnám er dýrt og hvenær gítarnám er ( þá er ég að tala um að það séu aðeins námskeið í boði í byrjun hausts til jóla og eftir jól til sumars ) og finnst mér það alveg fáránlegt. Ég hef hringt í margan tónlistarskólann og alltaf fær maður sama svarið þ.e. það eru aðeins námskeið á þessum tíma blablabla… helvítis kjaftæði. Mér finnst alveg ömurlegt að geta ekki byrjað í mars eða október. Hugsið ykkur nú ef t.d. það væri sama með ökunám. Ef þú gætir ekki komið á þessum tíma þá þarftu bara að bíða hálft ár í viðbót. Ég væri allavega orðinn nettpirraður á þessu og held ég að fleiri myndu vera það líka. Ég er mjög upptekinn maður. Ég er þónokkuð í útlöndum að æfa og keppa í íþróttum. Oftast eru ferðirnar einmitt í byrjun haust eða rétt eftir jól. Einmitt þegar gítarnámskeiðin byrja.
Svo er það líka verðið. 12 tímar á 25-40 þús krónur (hóptímar )og þá er maður með einhverjum dólgum í tíma og er þetta hálftíma eða klukkutíma í senn. Er námið dýrara heldur en að kaupa góðan kassa eða rafmagnsgítar. Hef ég líka heyrt að það sem gert er í þessum tímum sé að maður fær eitthvað kasettutæki með kasettu í og á maður að hlusta af henni og læra. Að vera að borga meira en 20.000 krónur fyrir það er bara hreint og beint eindæmis bull.
Síðan tjékkaði ég einnig hvað það kostarði að far í einkatíma og það kostaði frá 50-60 þús. krónur. Það jafngildir einum góðum gítar. Finnst mér þetta einum of mikið. Er hver tími þá dýrari heldur en tími í ökukennslu.
Ég er mjög ósáttur með þessa gítarkennslu hér á Íslandi ( eins og þú/þið glögglega sérð/sjáið ) og vil ég að eitthvað verði gert í þessu.
Takk fyrir mig
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.