Fyrir um það bil 4 árum síðan áhvað ég að fara að spila á gítar. Fyrsti gítarinn sem ég eignaðist var úr gítarnum hann var að gerðinni tanglwood(strat copy) ég hef spilað á hann í 2 og hálft ár. Þá nennti ég ekki að spila lengur sökum gæða gítarsins og snéri mér í staðinn að tölvuleikjum í sirka hálft ár. En svo var ég að leita inni í geymslu af lampa sem ég fékk í afmælis gjöf þegar ég var 8 ára(blár fiska lampi með vökva innan í) þá rakst ég á harðspjalda tösku sem að var læst. Ég spurði foreldra mína hver ætti þessa tösku og þau sögðu að fyrir 15 árum þá hafði Sigurjón(frændi minn) flutt í nýtt hús á seltjarnarnesi og á meðan flutningunum stóð þá fékk hann að geyma hjá okkur dót um stundar sakir og hafði af einhverjum ástæðum gleymt töksunni. Svo ég hringdi í frænda minn sem átti þessa tösku og spurði hann hvort hann saknaði ekki töskunar sinnar. hann svaraði “Já, alveg rétt sú taska var handa þér og þú mátt eiga það sem er í henni”. Þá hýrnaði yfir mér en ég vissi að taksan væri læst, þá sagði hann að koma í héimsókn til hans og hjálpa sér að finna lykilinn en eftir nokkra r klukkutíma leit fannst lykillinn(hann fannst í hrúgu af gömlum bókum í kassa uppi á lofti) við opnuðum töksuna í sameineiningu og upp úr töskunni kom Fender Jaguar 1958 árgerð og aftur hýrnaði yfir mér og ég spurði hvort ég mætti prófa hann og hann sagði “Þú átt hann” og en meira hýrnaði yfir mér ég brosti einhverju kjánabrosi því ég vissi ekki hvort hann væri að fífla migeða segðja sannleikann. Því fyrir mörgum árum hætti hann að spila á gítar og ætlaði að gefa mér hann. En gleymdi að segja mér það. Þannig í dag á ég flottan Fender Jaguar 1958 árgerð og í topplagi, og er að ég held einn af fáum á landinu.Ég get þakkað frænda mínum fyrir það að ég hélt áfram að spila á gítar og mun gera það um ókomna tíð
fjandinn hirði tölvuleiki