Jæja gott fólk.

Ég hef verslað, eða reynt að versla, við Tónastöðina í rúmlega þrjú ár núna og sú reynsla
getur varla talist góð. Hún hefur þvert á móti verið hörmuleg. Þessi verslun veitir enga
þjónustu þegar kemur að „ekkert-svo-vinsælu“ hljóðfærunum. En af hverju er ég að kvarta? Af
hverju ættu gaurarnir í Tónastöðinni að veita okkur „hinum“ einhverja þjónustu? Svarið
er einfalt: þeir segjast gera það.

Málið er að Tónastöðin er eina verslunin á landinu sem selur önnur hljóðfæri (og allt sem teng-
ist þeim) en gítara, rafbassa, trommur, píanó og hljómborð. Á meðan ég hef sjaldan heyrt
t.d. rokkara segja eitthvað slæmt um verlsunina hef ég allt of oft heyrt aðra hljóðfæraleik-
ara segja sínar neikvæðu reynslusögur, sem enda allar á sömu staðreyndinni: Tónastöðin
veitir ömurlega þjónustu.

1. Haustið 2000 var kominn tími fyrir mig að sleppa lélega skóladraslinu og eignast nýtt
og betra hljóðfæri. Ég hringi því í Tónastöðina og þeir segjast eiga nokkur af þeirri gerð
sem ég vil. En svo hringi ég aftur eftir viku og ætla að láta þá senda eitt hingað norður,
en NEI, þeir áttu þau aldrei! Segjast fá sendingu eftir mánuð. Jæja, ég bíð í rúmlega mán-
uð á hringi aftur. Neibb, þeir hafa ekki enn fengið pöntunina. Svo líður hálft ár og ekkert
bólar á þessari blessuðu pöntun. Þá var ég orðinn óþolinmóður og pantaði bara hljóðfærið af
netinu sem kom heim að dyrum á innan við viku. Frábært hljóðfæri og ódýrara, og ekkert vesen!

2. Vinur minn spilar á tréblásturshljóðfæri og pantaði einhver stykki fyrir það fyrir meira
en ári síðan. Þau eru ekki enn komin. Gaurarnir í Tónastöðinni segja alltaf að fólkið í
útlöndum sé eitthvað tregt til þess að senda hingað. Af hverju í fjandanum ætti það að vera
e-ð tregt til þess!?

3. Í september á síðasta ári hringdi ég til þeirra og spurðist fyrir um góðar töskur fyrir
hljóðfærið mitt. Já já, þeir segjast eiga von á pöntun eftir helgina, og benda mér á vef-
síðu. Já, þetta eru frábærar töskur með öllu því sem ég var að leita eftir. En ég hringi
eftir tvær vikur til öryggis og þeir segjast fá pöntunina eftir mánuð. Ég hringi eftir tvo
mánuði en NEI, þeir hafa ekki enn fengið pöntunina. Síðast hringdi ég í byrjun febrúar þessa
árs og aðalmaðurinn þarna (Guttormur? Andrés?, man ekki hvað hann heitir) segist fá pöntunina
um mánaðarmótin mars-apríl. Right… Ég er því núna búinn að panta tösku af netinu og hún kemur
í næstu viku. Góða taska og ódýrari, og ekkert vesen!

Hafið þið aldrei lent í e-u svona fáranlegu? Ég er orðinn svo pirraður á þessari verslun…

Með kveðju,
miles