Nú ætla ég að skrifa grein um áætlanir mínar um að kaupa bassa í sumar eða öllu heldur að setja saman.
Upp á síðkastið hef ég verið að pæla í hvernig bassa mig langaði í og fann engan á netinu eða í hljóðfæraverslunum sem mig langaði virkilega í, þannig að ég fór að pæla hvort ég ætti að láta sérsmíða hann fyrir mig. Mér finnst það of dýrt, þannig að ég fór að pæla í því að smíða hann sjálfur. Ég er ekki allt of handlaginn þannig að ég hætti við það. Ég ákvað því að hætta við þetta eða geyma, nema hvað ég rakst á sniðuga síðu á netinu www.warmoth.com sem selur varahluti og efni í nýja gítara og bassa og meira segja kennslubækur um hvernig maður á að setja svona saman. Þannig að ég ákvað að panta bara hlutina í hann og setja saman. Það tók mig 2 daga að ákveða hvaða hluti ég ætlaði að hafa í honum, niðurstaðan var svartur 5 strengja Jazz bass með matching headstock (s.s. hálsinn var líka svartur) og gull litað hardware (takkarnir, bridge-ið, fret wire-arnir og tuning pegs).
Síðan nýt ég þeirra forréttinda að frændi minn er flugmaður, þannig að ég get fengið hann til að kaupa Sadowsky Pickups og Preamp í New York. Þess má geta að Jason Newsted, Will Lee og Marcus Miller nota Sadowsky bassa ásamt fleirum.
Ég fór síðan að pæla í að skíra bassann og fór að pæla í nafni á hann þar sem bassinn er evil-looking (takkanir á honum eru gylltar hauskúpur) þá ákvað ég að skíra hann Eden eftir djöflinum sem freistaði Lúcifers til að vera vondur. Djöfullinn var nafnlaus þannig þeir skýrðu hann Eden því hann freistaði Lúcifers í Eden. Man ekki söguna allveg 100% rétt þannig ef einhver hérna þekkir hana betur þá má hann alveg segja hana. Ég þakka Gunna Pimp fyrir hugmyndina (hann er með Eden tattú á hendinni þaðan kom hugmyndinn).
Þannig að ég er alveg að deyja úr spenningi þangað til í sumar svo ég geti farið að vinna og kaupa hlutina. Kostar með öllu ca. 150.000 kr. bara efnið í hann. þannig að ef ég keypti hann út úr búð þá væri hann rándýr.
kv. Necrobass