Status Graphite bassar. Sælir Bassaleikarar. Mig langar að segja ykkur aðeins um Status Graphite hljóðfærin. Fyrst langar mig að spyrja hefur einhver heyrt um Status hljóðfæri??
En hvað sem því líður, þá eru þetta handsmíðuð bresk hljóðfæri.
Status sérhæfir sig þó helst í smíðum á bassagíturum og hafa gert það síðan um miðjun sjöunda áratuginn. Gítarsmiðurinn Robert Green er aðal hönnuður og smiður Status en hann hefur verið í því starfi frá upphafi.
Þetta er lítil verksmiðja staðsett rétt suður af London. En jæja, það vill svo til að ég á tvo Status bassa (Status GrooveBass 4 strengja og Status KingBass 5-strengja). Aðal sérkenni Status eru þau að þeir eru flest allir með Graphite háls og Phenolic fingerboard . Status eru mikið fyrir að gera hauslausa bassa sem mönnum líkar misvel við en mér finnst þeir allt í lagi :)
Status KingBassinn minn er custom smíðaður eftir pöntun, en ég pantaði hann beint frá verksmiðjunni og það tók 4 mánuði að fá hann til Íslands og er hann hauslaus með graphite háls, phenolic fingerboard, rosewood body, rauð LED's í hálsinum, gold hardware og tvo Status hyperactive pickupa.
Status náðu mikilum vinsældum á milli 1981-1991 og áttu meðal annars bassa ársins tvö ár í röð (Status S2 1985 og Status Stealth 1986) en KingBass tilnefnudur sem bassi ársins í fyrra og lennti hann í þriðja sæti á eftir F-Bass og Benavente. Þannig að þarna eru greinilega úrvals hljóðfæri á ferðinni sem ég hvet alla til að skoða. Heimasíða Status er http://www.status-graphite.com

Flestir alvöru bassaleikarar kannast við John Entwistle og hafa væntanlega veitt bassa hans mikla athygli, en það er einmitt Status Buzzard sem var hans signiture bassi en Warwick gera eftirlíkingu af Buzzard bassanum…! (varist eftirlíkingar) :)
Margir af bestu bassleikurum sögunnar nota eða hafa notað Status
T.D.
John Entwistle (The WHO)
Mark King (Level 42)
Jack Bruce (Cream)
Guy Pratt (Pink Floyd, Gary Moore)
Mike Porgaro (TOTO)

Kveðja Status