Já góðan daginn/kveldið eða jafnvel morguninn!

Ég fékk þá ánægjulegu jólagjöf frá “gamla fólkinu”, um að þau ætli að borga helminginn í gítar fyrir mig, en ég hef lengi verið að vonast eftir því,
ég er aðeins að reikna með gítar í kringum 20 þúsund kallinn, kassagítar þá.

En ég er alger byrjandi og er því að vonast eftir hjálp frá ykkur snillingunum! :)

Ég væri til í að fá ráð við eftirfarandi hlutum:

1. Hvar ætti ég að versla kassagítarinn? og af hverju?

2. Hvar fást bestu gítararnir?

3. Ætti ég að kaupa mér einhverja bók sem heitir “Gítarnám fyrir aula” eða ætti ég að fá mér einkakennara.
Þar sem ég er fátækur námsmaður þá vonast ég eftir því að gítarbók sé nokkurnveginn nóg, eða það að ég sé endurborinn Jimi Hendrix :)

4. Hvað kostar nám hjá einkakennara? og hverjir eru kostirnir við það? Mig vantar svona grófa upphæð sem myndi kannski fara í námið. E
Er það jafn dýrt og ég held að það sé?

Ef það er eitthvað sem þið viljið bæta við, þá endilega gerið það til hjálpar mér, vitlausa byrjandanum :)

ÖLL RÁÐ VEL METIN! :)

takk, Jói…
I