Í gegnum árin hef ég verið í nokkuð mörgum hljómsveitum sem ýmist hafa lifað í lengri eða styttri tíma eins og gengur og gerist á þessum árum þegar maður er að reyna að finna sér farveg í sinni tónlistarsköpun. Í öll skiptin sem að ég hef verið viðriðinn stofnun nýs bands þ.e.a.s. ekki komið inn fyrir einhvern annann þá hefur hin margfræga hraðahindrun sem að reddun æfingahúsnæðis er oftar en ekki borið mann svo þvílíku ofurliði að maður hugsar jafnvel um að gefast upp. Hvers á maður að gjalda fyrir það að hafa ekki áhuga á því að stunda íþróttir að tómstundariðju, hvers á maður að gjalda fyrir að vilja frekar verða eins og John Bonham þegar maður verður stór en ekki eins og Eiður Smári. Það sem að mér dettur helst í hug þegar ég hugsa út í hvaða ástæður gætu verið fyrir þessari forgangsröðun dettur mér helst í hug að það fólk sem að hefur einhvern þunga í að ákveða þessi mál séu með alveg gjörsamlega óbreytt hugarfar og það var með þegar það var að hneykslast yfir og taka andköf af ótta við að Djöfullinn væri að koma og að hann væri með svolítið í farteskinu sem að nefnist Rokk og Ról og þeir sem að hlustuðu á það myndu fá horn á hausinn og eignast púkabörn og enda að lokum í Hreinsunareldinum. Ótrúlegt en satt þá hlustar þetta fólk í dag á Elvis og hugsar að þar hafi Jesúm verið lentur aftur og gert okkur öllum stórann greiða með nærveru sinni.
Nú hugsar eflaust einhver lesandi “heyrðu karlinn minn, íþróttir eru þroskandi fyrir líkama og sál og hópíþróttir stuðla að þroska í framkomu og mannlegum samskiptum!” og svo segir annar “Heyrðu væni minn íþróttir eru sérstaklega góðar fyrir börn og unglinga sem að eru að vaxa því að þá nær heilinn að þroskast á réttann máta” bla bla rassa prumpað í stampinn. Þetta er ekkert sem að ég veit ekki og ætla svo sannarlega ekki að þræta fyrir enda er ég að læra íþróttafræði og hef æft fótbolta frá því að ég var 6 ára en það þíðir ekki að íþróttir séu eina tegund dægrardvalar sem að hefur þroskandi áhrif á fólk. Tónlist er t.d. mjög þroskandi og krefst mikils aga og tileinkunar frá þeim er ákveður að stunda hana. Með þetta að leiðarljósi (brilliant þáttur ;) ) þá finnst mér alveg hreint ótrúlegt að ekki sé lagt meira í að koma á fót ódýru húsnæði fyrir ungt fólk sem vill leggja stund á tónlistar iðkun án þess að vera bundið við að þurfa að spila klassíska tónlist heldur getur haft frjálsar hendur í sinni eigin tónlistarsköpun. Ég vil taka það fram að ég er einna helst að tala um höfuðborgarsvæðið enda hef ég ekki kynnt mér hvernig staðið er að þessum málum á landsbyggðinni nema þá á Akureyri en þar eiga bæjaryfirvöld hrós skilið fyrir viðleitni. Þar er hægt að fá fínt húsnæði fyrir 500kall á hvern meðlim á mánuði sem að myndi þá vera 1500-3000 kall á band svona eftir því sem að er í gangi í dag.
Hvers vegna er ekki hægt að gera svona hérna í Reykjavík??? Borgin er víst nógu hörð í að kaupa húsnæði, nú síðast gamla Stjörnubíó sem að á jafna við jörðu til þess að gera fleiri bílastæði í miðbænum. Það eru borgarstjórnar kosningar eftir 2ár og mæli ég með því að við sameinumst öll í eina háværa rödd og reynum að fá eitthvað gert í þessu
með kveðju
lazer
eisy@simnet.is
“Já þeir sögðu að hann hafi verið trommari, þetta er svo sorglegt”