Ég hef séð að fólk hefur verið að skrifa um drauma hljóðfærið sitt þannig að ég hugsaði afhverju ekki að vera aðeins ófrumlegur og skrifa um það sama og allir hinir :)
Já ég er að tala um Ludwig Amber Vistalite 5-Piece Reissue…
Þetta er settið sem að hinn mikli John Henry Bonham trommari Led Zeppelin notaði á The Song Remains The Same tónleikunum árið 1973.
Stærðirnar á trommunum eru rosalegar…
26“ x 14” bassa tromma
14“ x 10” tom tom
16“ x 16” og 18“ x 16” floor toms
6-1/2“ x 14” chromeplated Supra-Phonic snare
Fyrir þá sem ekki hafa séð þetta sett þá er það Appelsínugult glært… eins og sést á myndinni hérna sem á að fylgja..
Þetta sett kostar engann smá pening, það kostar 2900 dollara í bandaríkjunum sem gerir 217.500 kr með statífum og svona samkvæmt genginu sem er í dag sem er 75 kr. En ef þú sæir þetta sett útí Hljóðfærabúð á Íslandi þá myndi það örugglega kosta á bilini 400 - 500 þúsund…
En þetta er já eitt af tvemur draumasettunum mínum, hitt er Yamaha Maple Custom Sparkle litað…með 22“ bassatrommu, 12” tomtom, 14“ og 16” floor tom og svo bara snerilinn sem ég á núna :)