Sælir kæru hugara, ég ætla að segja hérna frá hljómsveitinni minni.
Ég er í frábærri Metall hljómsveit, við erum ekki búnir að finna upp á nafni fyrir sveitina en sumir í hljómsveitinni eru komnir með hugmyndir. Við erum mjög líkir hljómsveitum eins og Metalicca, Iron Maiden, AC/DC, Korn og fleirrum. Sum lögin okkar eru mjög hröð og algjört þungarokk sem sum eru aðeins rólegri en samt enginn svona píkupopp róleg. Við erum fimm í hljómsveitinni. Það er einn trommari, einn bassaleikari, einn rhythmgítarleikari, einn sólógítarleikari og svo söngvari. Ég er rythem gítarleikarinn, ég er búinn að spila frekar lengi á gítar en í svona fjögur ár. Ég get líka alveg verið sólógíatleikari en sá sem er sólógítarleikarinn er miklu betri en ég og hefur líka æft síðann að hann var lítill og hefur mjög mikkla reynslu.
Við höfum gert svona 10 lög en enga plötu samt, ne þegar við verðum búnir að gera svona 20 lög mun fyrsta paltan verað gerð. Ég hugsa samt að þetta eigi ekkert eftir að vera best selda paltan í skífunni heldur bara svona sem að fáeinir kaupa. Við erum frekar góðir þótt að ég segji sjálfur frá og við erum með besta trommuleikara sem hægt er að hafa. Hann heitir Tómas og við í sveitinni köllum hann bar upp á grín “Tommi Trommi” en oftast bara Tommi, það er lang einfaldast.
Hljómsveitin varð til með því að Tommi trommarinn í sveitinni vildi stofna hljómsveit. Hann vissi að Eiríkur sem að er sólógítarleikarinn spilaði á gítar og hann talaði við hann um þetta. Hann Eiríkur sagði strax já og þeir þurftu þá að leita að fleirrum til að koma og slást í hópin. Þeir leituðu að söngvara og spurði fullt af fólki, margir sögðu já þegar þau spurðu þá hvort þeir kynnu að syngja og væru til í því að syngja í Metall hljómsveit. ÞAð voru eitthvað svona 5-8 sem að vildu vera með, man það ekki vegna þess að þá var ég ekki byrjaður í sveitinni. Þeir völdu besta söngvarann og það er söngvarinn okkar í dag og hann heitir Sæmundur, kallaður Sæmi, stundum Sæmi Rokk bara upp á grín eins og við köllum Tomma stundum Tomma Tromma. Ég var nýbyrjaður að spila á gítar og var ekki mjög góður þegar Sæmi frétti að því að ég spilaði á gítar, hann talaði við strákana og þeir komu og töluðu við mig. Ég sagði þeim að ég væri bara búin að æfa í svona mánuð og væri ekki mjög góður. Þeir sögðu bara “Iss, þú æfir þig bara”, ég áhvað þá að slást í hópinn og ég hef æft mig á hverjum degi síðan þá. Svo þá var bara eftir bassaleikari. Við vissum ekki um neinn sem gæti orðið það en allt í einu fre´tti hann Tommi að það væri einhver í hverfinu okkar sem að spilaði á bassa og við fórum allir að tala við hann. Hann hét Atli og við spurðum hann hvort að hann vildi vera með, hann sagði ég skal hugsa málið, Tommi lét hann fá símanúmerið sitt og bað hann að hringja í 'ann þegar hann hafði áhveðið sig. Þremur dögum seinna var hringt í Tomma og þá var ég með honum og það var ekki æfing. Þetta var hann Atli í símanum til að segja okkur að hann ætlaði ekki að vera með í hljómsveitinni, við spurðum af hverju og þá svarði hann og sagði að hann hefði engann áhuga. Hann hafði verið einu sinni í hljómsveit og aþað hefði verið svo leiðinlegt, hann ætlaði að bíða aðeins áður en hann færi í einhverja hljómsveit. Það leið mikill tími áður en að við fengum bassaleikarann, við höfðum meira að segja sett upp auglýsingu í einhverri hljómfærabúð(man ekki hverri). Síðan einn daginn var hringt í okkur og þar var strákur sem að sagðist hafa áhuga að vera í hljómsveit sem bassaleikari. Við spurðum hann allskonar spurninga og svo ákvöðum við að hann skyldi verða meðlimur í hljómsveitinni. Þessi strákur heitir Grímur og er frábær bassaleikari. En þetta var sagan hvernig þetta varð til.
Svo er eitt annað sem er ekkert spennandi en ég mundi vilja að segja frá, það er gítarinn minn, hann er Svartur og hvítur Ibanes gítar.
Ég veit ekki hvað ég get sagt meira um sveitina nema bara að hún sé besta sveitin í bænum.
Ef að þú hefur í huga flott nafn á hljómsveitina okkar láttu mig þá vita nema að þú viljir nota það sem nafn á þína eigin hljómsveit.
Kveðja Jackson5