Fyrsti gítar, ekki sá síðasti... Fyrir svona 4 og hálfum - 5 mánuðum fékk ég skyndilega löngun til að spila á gítar eftir að hafa glamrað pínulítið á lítinn IKEA kassagítar. Ég lét hann nægja í ca. mánuð en síðan splæsti ég í rafmagnsgítar og sé ekki eftir þeim kaupum.

Ég keypti Squier Stagemaster, made by Fender. Hann er svartur, með Rosewood fingerboard, Floyd Rose bridge með sveif, HSH pickuppar (Humbucker - Single Coil - Humbucker) og eru báðir Humbucker tvöfaldir. Hann er með 24 bönd og er að sjálfsögðu Neck-Through. Einn stór kostur við hann er að hálsinn er samfastur boddýinu, þannig það er engin hætta á að hann skekkist. Held hann kosti nýr 60-70 þús. Það er mjög clean og flott hljóð úr honum og engin aukahljóð. Ég keypti hann notaðan fyrir svona 4 mánuðum, rétt
tæplega 2 ára gamlan, með rúmlega árs gömlum 50W Marshall magnara og Zoom 505II effektum á 56þús, og tel mig hafa gert þar góð kaup.

Metallinn er sú tónlistarstefna sem ég aðhyllist hvað mest og það er sú tónlist sem ég spila mest. Það skiptir engu máli hvort það sé death, black, heavy, power, progressive…, finnst bara gaman að spila allan metal, að undanskildum Nu-Metal, leiðist sú tónlist (utan við SOAD). Þó innbyggða distortionið í Marshallinum sé flott, þá náði ég að kreista fram snokkuð gott distortion úr effektunum sem passar vel í metalinn og ég nota það alltaf, nema þegar rafhlöðurnar klárast, hef trassað allt of lengi að kaupa straumbreyti…

Maður hefur nú heyrt ýmislegt misgott um Squier gítara, veit ekki hvort það er bara verið að tala um Squire Strat seríuna, en þessi er ótrúlega góður. Hann er gjörsamlega sniðinn í metalinn. Það eina sem mig vantar til að fullkomna þetta er alvöru metaleffekt, þó núverandi effektar dugi í bili, og ætla ég líklegast að fá mér Metal-Zone frá BOSS.

Næsta sumar er mögulegt að ég fái mér annan gítar og verður hann þá væntanlega pantaður af music123.com, hægt að gera mjög góð kaup þar þar sem hljóðfæri eru tollfrjáls. Þessi er reyndar það góður að það er ekki víst að eitthvað verði úr því. En þó það verði ekki næsta sumar verður það þá bara seinna.

Myndin sem á að koma með greininni er myndin af gripnum. Mér finnst hann nokkuð flottur, fannst það eiginlega skilyrði að hann væri svartur.

Draumagítarinn þessa stundina er signature gítar Kerry King, annar gítarleikarinn í Slayer. Það er svartur V-gítar með hvítum Tribal-munstrum. Hérna getið þið séð mynd af honum:

http://www.bc-rich.com/images/KerryKing.jpg

Ef einhverjir eiga/hafa átt svona gítar mætti viðkomandi endilega láta vita hvernig hann hafi reynst.

Þá segi ég þetta bara gott og þakka lesninguna.