Nú er í gangi hérna hundraðasta greinin um það hver sé besti gítarleikari í heimi. Þessi sandkassaleikur er nú að verða pínulítið þreytandi og spurning hvort að við reynum að lyfta umræðunni á hærra plan. Hvernig væri til dæmis að ræða muninn á Jimmy Page og Krik Hammet? Spá svolítið í græjurnar sem þeir eru með og reyna að komast að því hvað gerir þá góða. Dæmi:

Einn af mínum uppáhaldsgítarleikurum er Mike McReady í Pearl Jam. Ferlega skemmtilegur sólógítarleikari sem fyllir skemmtilega upp í hljómasúpurnar sem koma frá Stone Gossard. Að vísu má segja að sólóin hans séu pínulítið keimlík enda byggja þau flesta á pentatónískum skala. Þó eru sum þeirra gríðarlega melódísk, eins og Yellow Ledbetter sólóið sem er algerlega til fyrirmyndar. Það er ekki síst sándið sem gerir hann spennandi. Hrikalega blátt áfram og “analog” fílingur. Enda notar hann fyrst og fremst overdræfið á magnaranum sínum og Ibanez pedal til þess að búa það til, með smá vává hér og þar.

Reynið nú að skrifa eitthvað skemmtilegt um uppáhaldshljóðfæraleikarana ykkar, hér er t.d. komin geðveik grein um gítarinn hans Brian May og það er óneitanlega fróðlegra en “mér finnst þessi betri en hinn”

Það væri líka gaman að sjá fleiri hljóðfæraleikara fara í svipaðar pælingar.

flange