Total Guitar Ég vill bara byrja á því að segja að Total Guitar (TG) er snilldar blað.

Í þessu blaði er hellingur af góðu efni: viðtöl, greinar, tabs, kennsludálkar og fullt af öðru dótaríi. Einnig fylgir með geisla diskur með backing tracks fyrir töbin.

Á fyrstu 50-60 blaðsíðunum eru viðtöl og greinar og þannig, en á næstu 60 blaðsíðum eru töb og auglýsingar. Í einu blaði eru sirka 5-6 lög töbuð alveg og alveg hellingur af einstökum riffum.

Á seinustu blaðsíðunum er síðan kennsluefni s.s. skalar og dót og líka gítara, magnara og effecta-dómar.

Í blaðinu sem að ég keypti mér var meðal annars viðtöl við Brad úr Linkin Park og Zakk Wylde. Tabs af Can´t stop með Red Hot Chiili Peppers, What do you do for money honey? með AC/DC og Paradise City. Ég frétti að í næsta blaði hafi verið tab fyrir Smells Like Teen Spirit með Nirvana og að söngurinn væri með á Backing Trackinu.

Ég vildi bara vekja athygli á þessu snilldar blaði sem að allir gítarleikarar ættu að næla sér í að minnsta kosti eitt eintak af.

Í þessu blaði er líka eitthvað smá fyrir bassaleikara.

Ég held að það sé líka til blað sem heitir Total Drummer sem er svipað.


Angus
The waves come crashing as I sail across the waters,
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.