Ég las greinina hans Angus um uppáhalds söngvarana hans og datt í hug að gera grein um uppáhaldstrommarana mína.
Ég tek fram að þetta eru uppáhalds trommararnir mínir eins og ég sagði áður þannig að ég álít þessa ekkert endilega 5 þá bestu;)
Allavega, hér er listinn.
5. Nicko McBrain (Iron Maiden)
Alveg virkilega góður trommari, hraður, skemmtilegur og heldur takti mjög vel. Horfið á Rock in Rio og sjáið þennan snilling.
Flottustu lögin: The Wicker Man, The Evil That Man Do, Blood Brothers og Dream Of Mirrors.
4. Keith Moon (The Who)
Að margra mati er hann besti trommari allra tíma og ég er svona næstum sammála því. Algjör snillingur og sviðsframkoman hjá honum og félögum í The Who var frábær, enduðu alltaf á því að rústa hljóðfærunum svo skemmtilega eftir tónleika.
Tvímælalaust einn besti trommari allra tíma.
Flottustu lögin: Baba O´Riley, My Generation og Bargain
3. Lars Ulrich (Metallica)
Ég er nú ekkert rosalega mikill aðdáandi Metallica en mér finnst Lars Ulrich geðveikt flottur. Lars kallinn er nokkuð umdeildur. Margir segja að hann sé ekki það góður en að mínu mati er hann einn af þeim bestu, geðveikt hraður(enda er hann alveg ofvirkur)og magnaður á double-kickernum.
Flottustu lögin: The Shortest Straw, To Live is to die, Battery og For Whom The Bell Tolls.
2. John Bonham (Led Zeppelin)
Það getur enginn neitað því að hann John Bonham heitinn er með bestu trommurum allra tíma og að mínu mati var hann bestur. Hann hafði bara allt.
Flottustu lögin: Rock And Roll, Babe I´m Gonna leave You, Since I´ve Been Loving You og að sjálfsögðu Moby Dick, það er algjör snilld.
1. Dave Grohl (Nirvana)
Að mínu mati er hann ekki besti trommari í heimi en ég set hann í 1. sæti vegna þess að hann er svo flottur og auðvitað líka mjög góður. Ég held bara mest uppá hann.
Flottustu lögin: Very Ape, Heart-Shaped Box, Drain You og Territorial Pissings.
Jæja segið endilega frá hverja þið haldið mest uppá.
Takk fyri