Step by step - Bassi Ég hef verið að spila á bassa núna í um 3 ár, og þegar ég byrjaði var ég svo
heppinn að fá gefins rickenbacker eftirhermu.

Hann hefur reynst mér vel, engin meistarasmíð, en fyrir byrjanda er hann frábær.
Nýlega hefur hálsinn byrja að bogna og allskonar vandamál komið upp, og þar
sem ég er blankur námsmaður ákvað ég bara að smíða eitt stykki bassa sjálfur.

Ég er svo heppinn að pabbi minn er fiðlusmiður, og ég hef uppi á verkstæðiðinu
hans frábæra aðstöðu til að smíða.

Það fyrsta sem ég gerði var að teikna útlínurnar á skrokknum, sem var nú erfiðara
en að segjaða, og á endanum teiknaði ég nákvæma eftirlíkingu af Gibson
Thunderbird bassa. Fyrirmyndin var bassinn hans Nikki Sixx úr Motley Crue.

Þegar ég var búinn að teikna bassann var málið að finna stykki í skrokkinn. Ég fór
uppí Byko og fann massívt Mahoní stykki sem karlarnir gáfu mér! (svona stykki
geta kostað um 30 þúsund kall)

Svo sagaði ég út útlínurnar og var þá kominn með röff hugmynd um hvernig hann
yrði. Ég reddaði mér Hlyn í hálsinn og sagaði hann niður í tvo endilanga parta til
að geta verið með hann úr tveimur stykkjum (hjalpar til með víbring) og seinna
sagaði mahoní stykkið í sundur til að geta verið með neck through.

Ég var þá með þrjá parta, tvo skrokkshelminga og hálsinn, og límdi þá saman
með einhverju sérstöku lími sem er unnið úr hrosshárum. Það tók 3 daga að
þorna, og eftir það kom erfiðasti parturinn. Að pússa.

Þetta var langerfiðasta ferlið, endalausir klukkutímar að pússa, hefla og móta
skrokkinn. Hálsinn var mjög vandasamur því það má náttúrulega ekki vera ein
villa, annars gæti verið mjög óþægilegt að spila á hann.

Ég tók hálsinn í mörgum þrepum, fyrst bara þrír fletir alla leið niður, svo tók ég
helminginn af þeim öllu o.s.fr þangað til það voru komnir það margir fletir að ég
gat pússað afganginn með sandpappír.

Eftir þetta langa og erfiða ferli fór ég á netið og pantaði fingraborð,
stillipinna, stillistöng, kolefnatrefjar, bönd, plastbretti, pickup, víra og potta hjá
fyrirtæki sem heitir Stew mac.

Áður en ég setti fingraborðið á fræsaði ég línur fyrir tvær kolefnatrefjastangir (til
styrkingar) og eina í miðjuna fyrir stillistöngina. Svo límdi ég beint yfir það
fingraborðið, og fræsaði og boraði göt fyrir pickuppin og pottana.

Þá var ekkert eftir nema að sprauta hann, og ég var svo heppinn að þekkja
gítarsmið sem hleypti mér í græjurnar sínar. (annars er langsniðugast að fara bara
á bílsprautunarverkstæði) nú hengur hann uppi og er að þorna, og ég býð eftir að
geta sprautað umferð númer tvö og lagt lokahönd á gripinn.

Ég er strax farinn að hugsa um hvernig næsti bassinn verður, og ég stefni á það
að steypa skrokkinn úr formalíni, þannig að hann verður glær;D

Þetta er ekki eins erfitt og margir halda, og fyrir þá sem eiga ekki pening fyrir
rándýrum græjum, BARA GERA ÞAÐ SJÁLFUR!

Ég vona að þessi grein hvetji marga til þess að byrja að smíða sjálfir….