Þar sem hljóðfæri eru svo dýr á Íslandi vill ég skrifa smá grein.
Enn og aftur vill ég benda á www.music123.com
Þessi síða er best.
Vinur minn pantaði sér 2 effecta þar og borgaði 14 þús. með sendingu og vsk. Á Íslandi hefðu þeir kostað 28 þúsund saman en hann borgaði eins og fyrr segir 14 þús.
Eftir að hann borgaði (þú ræður visa, paypalog allskonar aðferðir) þá fékk hann númer og með því að nota það gat hann séð hvar pósturinn hans var.
Fyrst stóð að hann væri í einhverju Vöruhúsi í einhverju fylki í Bandaríkjunum, svo stóð nokkrum klukkutímum seinna að hann væri í öðru fylki. Og svo segi seinna var hann á flugvelli í því fylki og daginn eftir Var hann í Köln í Þýskalandi og seinna stóð Reykjavík. IS. Hann fékk semsagt effectana 5 daga eftir að hann pantaði þá og fékk þá beint að dyrum. Og ég var að hlusta á þá og þeir virka vel þar sem þeir eru nýjir.
Ég sló til og pantaði mér þá gítarmagnara sem mig hefur alltaf langað í og kostar hann nýr á Íslandi 185.000 krónur. Ég fékk hann á 72.000 krónur með sendingarkostnaði.
Ég pantaði hann í fyrradag og núna ef ég skoða “tracking number” þá var hann að leggja á stað til Evrópu með flugi frá Philadelphiu. Hann kemur þá líklega til mín á morgun (föstudag) eða mánudaginn. Ég hringdi í tollinn og þeir sögðu mér að ég fæ hann beint að dyrum og þar er gaur með posa þar sem ég borga vsk sem er í mínu tilfelli 17.000 krónur.
72.000 + 17.000 = 89.000 krónur. Ég mundi frekar borga 89.000 í stað 185.000. En þú ?
Svo er þjónustan allveg frábær. Ég sendi spurningu til þeirra í customer support og þeir svöruðu innan við hálftíma og þökkuðu fyrir forvitnina og sögðu mér frá svona hotline sem kostar lítið að hringja í ef maður þarf að ná í þá.
Og já, svo er 45 daga skilafrestur á öllu sem maður kaupir ef maður er ekki sáttur (Ég ráðlegg fólki samt að lesa um það þar sem ákveðnar reglur gilda s.s. upprunalegir pakkningar og þ.h.)
Þannig að ég hvet alla að spara peninga eins og ég og í stað þess að versla við rándýrar verslanir á íslandi (þeir lækka ekkert verðið þótt dollarinn lækkar)
Við skulum nýta okkur lágan dollara og versla í gegnum frábært fyrirtæki www.music123.com
Kveðja
Fender
_______________ ____
www.gizmo.tk