Ég vildi nú bara fá smá álit hjá öðrum á þessum græjum. Ég persónulega á Zoom RythmTrak 234 frá þeim sem er trommu og bassa heili og soundin í þessu eru hreint ótrúlega. Hvort sem þú tengir þetta við headphone eða öflugar græjur þá eru soundin alltaf jafn góð og raunveruleg (undanteknin með nokkra bassa þó) Svo á ég líka svona GM-200 gítar “amp” þetta er svona lítil grá græja með ágætis soundum og effectum fyrir byrjendur á gítar.. í stað þess að kaupa sér magnara með overdrive fyrir 30.000 kall þá geturu keypt digital amp fyrir 10 þús sem soundar ekkert illa. Svo fór ég niður í tónastöð um daginn og prufaði nýju GFX-8 effecta borðið og prufaðu þetta nátturulega á Carvin lampanum sem er þarna og við erum að tala um þvílíkt sound.. og ENDALAUSIR möguleikar. Sumt var eðlinlega ekki eins og gamli góði analoginn en kosturinn við þessa græju er sú að þú getur plöggað þessu í PCinn og editerað þitt eigið patch… sem gefur þér möguleikann á að fá ótrúlegustu sound út úr græjunni t.d. sound sem engum datt í hug að væri hægt að fá út úr gítar og effectagræju. Síðast en ekki síst kostaði borðið um 25 þús meðan annað kostar einhvern 60 þús.. hvað mundiru kaupa??!?!? hmmmmmm….

Annar þetta line 6 dót.. ég er búinn að vera hlusta á soundin í þessu og þau eru hreint ótrúlega góð. Vitiði hver er að selja line 6? sama gildir víst um þessar græjur að það er hægt að editera patchana í tölvu.
http://www.line6.com



Lampinn rokkar samt….. ENNÞÁ!!