Það sem ég hef alltaf flúið..
Ég hef mikið tóneyra…ég hef spilað á nokkur hljóðfæri..þegar ég var 6 ára spilaði ég á blokkflautu svo eftir það píanó. Systir mín spilar á píanó og hefur gert það frá því hún var 6 ára. Ég hafði alltaf verið að spila eftir eyranu á píanóið heima en þegar ég fór í tímann leið mér ekki vel. Mér fannst kennarinn ekki skemmtilegur og aldrei gera eitthvað gott fyrir mig..það varð til þess að ég nennti ekki að æfa á þetta hljóðfæri. Svona 1-2 árum seinna æfði ég á fiðlu. Ég lofaði sjálfri mér að hætta ekki. Ég fattaði ekkert áður að þetta var kennarinn sem hafði verið að gera tímana mína sona leiðinlega. En þá lendi ég aftur á mjög leiðinlegum kennara..hún hrósaði mér aldrei og er það eitt af því til að halda mér uppi en ég ætlaði að þrauka þetta í 2 ár. Þangað til að ég gat ekki meir. Ég gafst upp. En þar sem ég hafði þörf fyrir að spila á hljóðfæri ákvað ég að byrja aftur á fiðluna ári seinna og hjá öðrum kennara. Það var mjög skemmtilegur kennari. Hún var ung og hress og gerði þessa tíma mjög skemmtilega.. ég var ekkert löt..fór alltaf strax eftir tímann heim og æfði mig.. svo einn daginn sagði hún að hún þyrfti að hætta því hún væri að fara til útlanda að æfa eitthvað… Það lá við að ég færi að gráta.. hún sagði að ég fengi annan kennara sem væri mjög skemmtilegur… Allt í lagi..ég fór til hennar hún var ágæt.. en hún var svo rosalega erfið og þrjósk.. það var svo erfitt að spila hjá henni..lögin urðu aldrei nógu perfect…það endaði með að ég bara varð að hætta.. það var líka svo erfitt að krakkarnir sem voru á sama aldri og ég eða yngi en ég voru komin lengra en ég , í öðrum bókum.. Svo á tónleikum var ég að spila með yngri krökkum sem var ekki gaman.. þar að auki var ég með sviðskrekk… Ég hef bara núna verið heima að reyna að glamra á gítar sem pabbi hefur verið að reyna að kenna mér og bróðir minn sem spilar á trommur leifði mér að prufa trommurnar sínar.. honum fannst ég vera að ná þessu það fljótt að ég gæti verið að æfa á þær.. ég vildi það ekki því mér fannst það ekki vera ég að vera að æfa á trommur sem stelpa… ekki það að ég hafi á móti því að stelpur geri það, bara passar ekki við mig..ég veit maður á að gera það sem maður vill en ég var ekki að fíla það..bara gaman að leika sér heima.. en allavega ef ég hefði ekki látið kennarana hafa sona mikil áhrif á mig þá hefði ég verið fiðlu eða píanó meistari núna… það sem ég hafði allatf flúið voru kennararnir…