Ég ákvað fyrir svolitlu síðan að skrifa um þennan snilling því ég hef dáðst af hæfileikum hans síðan ég heyrði fyrst í Suicidal Tendencies.

Ég ætla bara að láta vita strax að það sem kemur fyrir neðan er þýtt af metallica.com.

Fæddur: 23. október í Santa Monica, Kaliforníu. árið 1964, (sem þýðir að hann verður 39 ára í ár).
Status: Einhleypur.
Hljóðfæri: Bassi (eins og kom fram áðan)

Robert Trujillo ólst upp í Venice Beach, Kaliforníu og var einn af þeim sem hlustaði á eiginlega hvað sem er. Allt frá Led Zeppelin til Motown og smá af fönki líka. Hann spilaði með ýmsum bílskúrsböndum þegar hann var um tvítugt en það breyttist þegar hann hitti söngvara hljómsveitarinnar Suicidal Tendencies, Mike Muir. Sá sem kom þeim saman var Rocky George, gítarleikari Suicidal Tendencies, en hann og Rob höfðu verið vinir síðan í menntaskóla. Mike og Rob náðu mjög vel saman og var honum á endanum boðin staða í hljómsveitinni sem bassaleikari (hvað annað?).

Í byrjun tíunda áratugarins stofnuðu Rob Trujillo og Mike Muir hljómsveitina Infectious Grooves, en þeir spiluðu tilrauna fönkrokk (þekki ekki þýðinguna en á metallica.com er talað um “experimental funk-rock”). Um miðjan tíunda áratuginn fór Rob yfir til Ozzy Osbourne.

Rob kynntist gaurunum í Metallica þegar Suicidal Tendencies túruðu með þeim á Summer Shed túrnum árið 1994 og fékk hann mikla athygli hjá Metallica fyrir hversu vel hann spilaði, og hvað sviðsframkoma og stíll hans var flottur.

Ps. Ég veit að þetta er stutt grein en ég fann svo lítið af efni um þennan gaur annað en í hvaða hljómsveitum hann var/er í.