Fyrstu klarínetturnar höfðu átta göt og tvo klappa, en smá saman fjölgaði klöppunum og bjallan varð víðari og hljómmeiri. Margir menn og konur tóku þátt í þróun klarínettunnar þar til August Buffet ásamt Hyacinthe Klosé komu fram með sína gerð um miðja nítjándu öld. Það hljóðfæri hefur oft verið nefnd Böhm-klarínetta, því það byggir að miklu leyti á klappakerfinu sem Þeóbald Böhm fann upp fyrir flautuna nokkru áður. Nútímaklarínettan byggir á þessu hljóðfæri og hefur oftast 24 göt og 17 klappa. Oftast er hún smíðuð úr tré en flest nemendahljóðfæri eru úr plasti.
Bassaklarínettan hljómar áttund neðar en venjuleg B-klarínetta og er mikið notuð í sinfóníuhljómsveitum. Hún gefur fallegan breiðan tón, sérstaklega á dýpra tónsviðinu.
————————————————-