Line 6 magnarar og dót.
Annar gítarleikarinn í Trompet er einmitt svona gaur sem að hefur alla tíð bara notað innbyggða overdrivið í Fender Twin magnaranum sínum og svo er hann með Cry Baby, Hammond leikarinn er líka rosalegur analog maður sem vill bara “The Real Thing” Engar lélegar digital eftirlíkingar, ég er reyndar sammála þeim báðum í sambandi við þetta (þ.e.a.s. að ekki séu til neinar almmenilegar eftirlíkingar af hljóðfærum eins og Hammond og gítar o.s.frv.), en þegar við vorum að taka upp diskinn Trompet þá notuðum við eingöngu Pro Tools sem er upptöku studio í tölvu sem sagt eingöngu digital. Í fyrstu voru menn dáldið skeptískir á þetta dæmi en þegar við fórum að prófa þetta og vinna með þessu þá var eins og gamla analog teipið og analog upptökugræjurnar hyrfu í móðu því þarna vorum við með græju sem var miklu þægilegra að vinna með og upptökurnar voru alls ekki síðri. Það sem að kom mér hvað mest á óvart var þetta forrit frá Line 6 sem heitir Amp Farm, það líkir ótrúlega vel eftir næstum því öllum góðum mögnurum sem hafa nokkurn tíma verið framleiddir þ.á.m. Fender Twin og Bassman, Marshall JCM 800 og 900, Vox ofl., við notuðum enga magnara í upptökunum á disknum heldur bara þetta tölvuforrit og útkoman er hreint ótrúleg ekki bara það að þetta forrit líkji vel eftir mögnurunum hledur gátum við valið úr hrúgu af góðum mögnurum og svo er líka hægt að stilla þeim upp eins og maður vill með mismunandi boxum og soundum allt í gegnum tölvu !! Þessir sömu og framleiða Amp Farm, Line 6, eru að framleiða snilldarlega magnara sem líta nákvæmlega út eins og einhverjar gamlar lampagræjur en hafa að geyma glás af innbyggðum mögnurum og boxum eins og Amp Farm. Þeir fást í Samspil Nótunni og ég segji: “Ekki gagnrýna þetta fyrr en þú hefur farið og prófað þetta sjálfur !!”