Halló halló
Mér þykri þetta áhugamál ekki alveg nógu virkt, þannig að ég ætla að gera mitt til að auka greinaflæðið.
Hvað segja menn um svona multi effekt gítargræjur. Núna er til dæmis hægt að fá ódýrar græjur með forstilltum effektum: gröns, metall, o.s.frv. Sjálfur er ég ekki hrifinn af þessu. Ég komst nebblega að því að það er gítarinn sjálfur og magnarinn sem skiptir mestu máli. Ég er með Godin LX III gítar sem hefur eitt það stórkostlegasta sustain sem ég veit um og allt í einu gat ég bara fengið alls kyns feedback og tóna og sánd sem ég var lengi búinn að reyna að ná úr Boss multi-effekt dóti vinar míns. Síðan fékk ég mér einn ódýran Danelektor T-bone mini overdrive með engu nema level og distortion takka og er kominn í heaven of sounds. Mér finnst eins og að ég hafi miklu meiri stjórn á sándinu með þessu en nokkurn tíma með multi effekt dótinu. Hvað finnst öðrum gítarleikurum?
Það væri líka gaman að heyra frá mönnum og ræða uppstillingar á effektum. Það getur verið virkilega gaman að prófa nýjar uppraðanir og læra þannig enn betur á hljóðfærin sín. Ég vil nebblega meina að svona græjur séu hluti af hljóðfærinu, sem og magnarinn. Sjálfur er ég með þessa röðun úr gítar í magnara:
Danelektro T-Bone mini overdrive -> Cry Baby wah wah -> Boss Digital Delay
Mér þætti líka gaman ef menn gætu deilt upplýsingum um uppstillingar hjá sínum uppáhaldsgítarleikurum. Nýtum áhugamálið, það er alltaf gott að fræðast um græjurnar sínar.
Bestu kveðjur
flange