Já, það er gaman að búa til eigin effekta. Ég á þrjá pedala sem ég smíðaði eftir teikningum af
http://www.geofex.com/ og
http://www.generalguitargadgets.com/Þetta eru Ibanez Tube Screamer, Boss Super Overdrive og Marshall Guv'nor.
Flesta íhlutina keypti ég í Íhlutum og Miðbæjarradíói. Fyrst einhver minntist á videotæki þá innhalda allir þessir þessir pedalarnir nokkra íhluti úr gamla fjölskyldu-videotækinu. Ein ástæða fyrir því er m.a. að stundum gleymdi ég kannski að kaupa einn eða tvo þétta og notaði því bara íhluti úr gömlu drasli sem ég átti heima. Önnur ástæða og merkilegri er að í ónýtum rafeindatækjum finnur maður stundum íhluti sem hætt er að framleiða. Ef einhver ykkar hefur lesið eitthvað um hinn fræga Tube Screamer þá innihélt hann aðgerðarmagnarann JRC4558D sem hætt er að framleiða en er talinn haf mikil áhrif á tóngæðin (sel það ekki dýrara en ég keypti það). Ég á núna þrjá svona magnara, tvo úr videotækjum og einn sem mig minnir að hafi verið í útvarpstæki.
Pedalarnir hljóma allir mjög vel. Einhverjir vita kannski að bjögunin er búin til með tveimur eða fleiri díóðum. Með því að prófa mismunandi díóður má fá mismunandi tón (svo er auðvitað hægt að breyta mörgu öðru). Ég kom fyrir skrúfutengi á prentplötunni þannig að ég get prófað mismunandi díóður og valið það sem mér finnst hljóma best.
Kostnaðurinn við að smíða eigin pedala er a.m.k. jafn mikill og að kaupa fjöldaframleiddan pedala úti í búð. Dýrustu hlutirnir eru fótrofinn, kassinn og stilliviðnámin. Svo getur verið vandamál að búa til prentplötur. Ég bjó til mínar eigin rásir á vero-borð. Það er ekki mikið má fyrir einfalda pedala en það er auðvelt að gera vitleysur þannig að það borgar sig að margyfirfara teikninguna áður en maður byrjar að lóða.
Gaman væri að heyra frá fleirum sem hafa smíðað eigin effekta.
Leak