“Fyrir 20 árum var hægt að kaupa afbragðsfín hljóðfæri á nánast engann pening, en nú eru sömu hljóðfæri farin að kosta hundruðir þúsunda” Þetta er bara rugl hjá þér, þá berð saman algjörlega ólík dæmi. Þú berð saman Nýjan Korg Triton og Notaðan Korg Trinity. Triton er eitt besta alhliða hljómborð á markaðnum í dag með innbyggðum sampler en Trinity kom á markað fyrir 8 eða 9 árum og það hefur engan sampler. Það er þess vegna ekki hægt að líkja þessum tveimur hlutum saman. Persónulega finnst mér Tónabúðin vera mjög sanngjörn í verðlagningu. Ég hef keypt hjá þeim 3 ný Korg hljómborð og ég hefði hvergi í heiminum geta fengið þau ódýrari. Ég skal nefna nýjasta dæmið ég keypti Korg CX-3 hjá þeim fyrir einu og hálfu ári þá var lista verðið 2600$ á þessari græju. Dollarinn var vel yfir hundrað krónur þannig að lista verðið var 270-280 þúsund. Stóru verslanirnar sem auglýsa í græju blöðunum voru að bjóða þetta hljómborð ódýrast á 2100$. Ásett verð hjá Tónabúðinni er 209.000 Á en ég fékk hljómborðið á 180 þúsund staðgreitt sem mér finnst býsna gott. Sömu sögu get ég nefnt með hin tvö Korg hljómborðin mín sem ég hef keypt þar, ég hefði hvergi í heiminum getað fengið þau ódýrari. Þetta “núna á verðbólguárum” hjá þér biggi35 er bara rugl. Fyrir 20 árum var óðaverðbólga og hæst fór verðbólgan upp í 80%, núna er verðbólgan flakkandi öðru hvoru megin við 5%. Þannig þetta verðbólgutal þitt er bara bull. Íslendigar búa við ein bestu lífskjör í heimi og efnahagsástandið hér hefur aldrei verið betra. Þessu er mest megnis að þakka styrkri efnahagsstjórn Davíðs Oddssonar. Ég er ekkert að segja að hljóðfæri séu ódýr á Íslandi en mér finnst verðið bara mjög sanngjarnt miðað við það sem ég hef séð erlendis t.d í Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar menn eru að skoða hljóðfæri á netinu og erlendis þá gleymist virðisaukaskatturinn oft en eins og flestir vita er hann lagður á allar vörur og þess vegna er þessi samanburður við útlönd ósanngjarn. Í Bretlandi er líka söluskattur og bið ég menn því að lesa vel smáletrið í auglýsingunum. Eitt að lokum, Biggi35 segir að verð á hljóðfærum hafi verið lágt fyrir 20 árum það er bara ekki satt, hljómborð eins og Prophet og DX7 voru rándýr og hlutfallslega miklu dýrari en hljómborð í dag. Maður sem seldi mér Farfisu orgel og Leslie box nýlega hann sagði mér að hann hafi á sínum tíma keypt það á margra ára raðgreiðslum og fyrir 35 árum þá kostaði þetta algenga hljómsveita combo hann margra mánaða laun sem skrifstofumaður. Ef maðurinn hefði keypt Hammond sem á þessum tíma var vinsælasta hljómborð í heimi þá hefði þetta kostað mannið miklu meira. Það vita það allir að Triton er miklu vandaðri græja en þær sem voru á markaðnum fyrir 20-30 árum síðan og 250 þúsund fyrir þetta frábæra hljómborð er kannski ekkert svo mikið.