Veit ekki alveg hvað þú meinar en ætla samt að reyna…
engin af þessum köllum nota sömu aðferðirnar, kannski að einhverju leiti en þetta er alltaf spurning um hvernig þér finnst þægilegast að vinna…
persónulega er ég með Nord lead sem ég spila á og tek upp í gegnum hljóðkortið, einnig tengi ég hann ásamt Nordmodular við midi fjöltengi Mt4 frá emagic , alla hardware syntha og hljóðfæri tek ég upp í gegnum hljóðkortið sem er 10 rása, ég mæli með að þú fáir þér gott hljóðkort það er algert möst, en það þarf ekkert að vera margra rása nema þú sért að taka mikið upp live eða trommusett, forritin sem ég nota eru Logic audio platinium frá emagic, mér finnst það mjög gott í að semja tónlist,sökum góðrar nótnaskriftar, margir nota cubase einnig sem´er svipaður sequencer, svo nota ég fruityloops sem vst hljóðfæri inní logic ásamt trommuheila innan locig sem ég man ekki hvað heitir ásamt hinum ýmsustu vst hljóðfærum, mixer nota ég ekkert
græjulisti: Nord modular,nord lead1, aardwark q10 hljóðkort, DX7 yamaha synthi, tölva með logic og fruityloops +soundforge, sonic foundry vegas video, og hin ýmsustu minni forrit ofl
vona að þetta sé einhver fróðleiksmoli