Heil og sæl hugarar!
Ég ákvað að senda inn grein um, tja, um frekar umdeilanlegt hljóðfæri svo ég vona að þessi grein vekji upp einhver ummæli.
Ath: Þetta gæti virst frekar flókið, en haldið bara áfram að leza og þetta gæti skýrst betur.
Tölvuhljóðfæri, hvað er það? Ja, ég sé það sem annaðhvort vélbúnaður( “harware” = trommuheilar, Synthar, Sequencers, samplerar, mixerar(reyndar notað við hefðbundna tónlist líka), loopvélar o.fl) og síðan hugbúnaður ( “software” = Reason, rebirth, Fruity Loops, Sonic foundry og Protools (reyndar sumt notað við hefðbundna tónlist líka).
Það gæti komið mörgum á óvart að hefðbundin hljóðfæri og þessi tölvuhljóðfæri eru ekkert svo ólík. Synthar eru t.d. bara hljómborð, á sumum þeirra er hægt að egra svokölluð “pattern” eða.. tja, köllum það bara munstur, þannig að ef þú spilar eitthvað, notar síðan kannski einhvern effect, þá getur Synthinn endurtekið það fyrir þig og búið til “loop” eða svokallaða lykju.
Trommuheilarnir virka þannig, með loopum. Oftast eru 16 svokölluð “skref” á heilanum. Þessi 16 skref eru síðan 1 “bar” eða lota. Þetta hljómar örugglega voðalega flókið, en haltu áfram að lesa, þetta skírist vonandi betur fyrir þér. Allaveganna, þú getur forritað trommuheilann til þess að spila hverskonar takt sem þú vilt. Ef ég myndi ætla búa til voðahefðbundin danstakt þá myndi ég fara svona að: Fyrst myndi ég setja bassasound á skref 1, 5, 9, 13 og síðan kannski bæta við hi-hat eða eitthvað á 13 og 15. Til þess að þið áttið ykkur kannski betur á þessu skal ég ger þetta svona:
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10.11.12.13.14.15.16.
X X X X
Svona yrði þetta bara með bassanum, reynið að horfa á þetta og ýminda ykkur svona basic dans takt: MUFF MUFF MUFF MUFF (eikkað þannig hehe).
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10.11.12.13.14.15.16.
X X X X
O O
Þarna er ég svo búinn að setja inn hi-hattinn. Þetta geta trommarar líka gert svo þið sjáið hvað það er líkt með trommuheila og trommara.
Hugbúnaðurinn virkar nánast eins og vélbúnaðurinn. Forrit eins og t.d. Reason taka þessi hardware og líkja alveg eftir þeim. Reason 2.0 er snilldar forrit sem ég nota ansi mikið. Þar sem ég er mikill tónlistarunandi og hlusta á nánast hvað sem er, blanda ég tónlist mikið saman. Ég tek stundum upp af öllum hljóðfærunum mínum í tölvuna, set þau inn í þetta forrit og bý til tónlist. Ég vill benda á það að ég er ekki beint að blanda saman rokk og tölvutónlist, það er eitthvað sem er frekar erfitt (þó að það séu til nokkur góð dæmi um það). Þá bý ég frekar til skemmtilega trip-hop elektróníska tónlist með þessu forriti. Blanda saman allskonar hljóðfærum og set við dans-hip hop- og rokk takta.
Elektróníska tónlistin hefur breikað sjóndeildarhringinn minn mikið í tónlist undanfarin ár, og hjálpar hún mér mikið við það bara að skilja tónlist, hún hjálpar mér að semja og skrifa rokk lög, blús lög, hip hop lög og barasta allt. Þið hörðu rokkarar, þið ættuð að prufa svona aðeins að hlusta á þetta. Kannski ná ykkur í nokkur lög með Paul Van Dyk eða Norman Cook.
(Byðst fyrirgefningar á stafsetningar- og málfræðivillum, ég er að flýta mér) :)
-Sblend0